Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:48 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingum Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu. Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu.
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04
Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28