Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 06:02 Kristófer Oliversson er formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. „Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun