Viðskipti innlent Vilhjálmur Hilmarsson nýr hagfræðingur Visku Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Um er að ræða nýtt stöðugildi en verkefni Vilhjálms verða meðal annars að sinna greiningum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála, skrifa umsagnir um lagafrumvörp og leiða kjaraviðræður ásamt lögmanni og formanni Visku. Viðskipti innlent 6.6.2024 08:07 Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einkafjárfestarnir Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel. Viðskipti innlent 5.6.2024 15:43 Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. Viðskipti innlent 5.6.2024 14:01 Ráðinn tækni- og þróunarstjóri Defend Iceland Markús Kötterheinrich hefur verið ráðinn tækni- og þróunarstjóri hjá Defend Iceland og verður hann hluti af stofnteymi fyrirtækisins. Hann stundaði nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 5.6.2024 10:14 Bein útsending: Ásgeir og Arnór sitja fyrir svörum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika munu sitja fyrir svörum og kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fréttamannafundi sem hefst núna klukkan 9:30. Viðskipti innlent 5.6.2024 08:59 Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Viðskipti innlent 5.6.2024 08:34 Ráðinn nýr framkvæmdastjóri hjá Landsneti Jóhannes Þorleiksson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingagreindar og – tækni hjá Landsneti. Hann mun þar fara fyrir hópi sem ber ábyrgð á þróun gagnadrifinnar þjónustu, upplýsingaöryggi og rekstri upplýsingakerfa Landsnets. Viðskipti innlent 5.6.2024 08:22 Herða eftirlit með kínverskum verslunarrisa í leiftursókn Kínverski netverslunarrisinn Temu sem hefur vaxið hratt í Evrópu mun sæta strangara eftirliti Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk eftirlitsstofnun bættist í hóp bandarískra og evrópskra stofnana sem vara neytendur við vörum sem Temur selur. Viðskipti innlent 5.6.2024 07:00 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 4.6.2024 14:06 Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4.6.2024 12:22 „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 4.6.2024 10:46 Samruninn hefði haft umtalsverð skaðleg áhrif Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf.. Eftirlitið telur að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði. Viðskipti innlent 4.6.2024 07:50 Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3.6.2024 22:22 Icelandair hefur flug til Halifax á nýjan leik Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018. Viðskipti innlent 3.6.2024 16:26 Tæplega sextíu sagt upp hjá Landvinnslu Þorbjarnar í Grindavík Fimmtíu og sjö starfsmönnum hjá Landvinnslu Þorbjarnar í Grindavík var sagt upp síðastliðinn fimmtudag, þrítugasta maí. Þetta staðfestir Jóhann Gunnarsson, yfirmaður landvinnslu Þorbjarnar, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 3.6.2024 11:56 441 sagt upp í sex hópuppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum maímánuði. 441 starfsmanni var sagt upp í uppsögnunum sex. Viðskipti innlent 3.6.2024 10:24 Alls ekki auðveld ákvörðun að selja Bjórböðin Bjórböðin á Árskógssandi í Eyjafirði hafa verið auglýst til sölu. Eigandi Bjórbaðanna segir ákvörðunina ekki einfalda en reksturinn hafi verið afar erfiður í Covid auk þess sem vaxtastefna Seðlabankans hafi alls ekki hjálpað til. Viðskipti innlent 3.6.2024 10:09 Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka. Viðskipti innlent 3.6.2024 08:27 Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Viðskipti innlent 1.6.2024 15:11 Bein útsending: „Hvað verður í matinn?“ Málþing um matvælarannsóknir og framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi fer fram í Hörpu í dag. Þar verður það nýjasta á sviði matvælarannsókna í brennidepli ásamt áskorunum og tækifærum í matvælaframleiðslu í framtíðinni. Viðskipti innlent 31.5.2024 10:47 Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. Viðskipti innlent 30.5.2024 19:04 Reynslubolti í hótelrekstri færir sig um set Thelma Thorarensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Keahótelum ehf. Thelma mun, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stýra starfsemi tíu hótela félagsins sem staðsett eru í Reykjavík og á landsbyggðinni. Viðskipti innlent 30.5.2024 15:24 Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:34 Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:09 Wise og Þekking orðin eitt Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Viðskipti innlent 30.5.2024 08:45 Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. Viðskipti innlent 30.5.2024 07:01 Sögðu upp 82 starfsmönnum Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 15:50 Hvetja fólk til að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara. Viðskipti innlent 29.5.2024 13:33 Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 10:40 Kaldvík skráð á markað Kaldvík, áður Ice Fish Farm, var tekið til viðskipta í dag á First North vaxtarmarkaði Nasdaq Iceland klukkan 9.30 við opnun markaða. Viðskipti innlent 29.5.2024 09:54 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 334 ›
Vilhjálmur Hilmarsson nýr hagfræðingur Visku Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Um er að ræða nýtt stöðugildi en verkefni Vilhjálms verða meðal annars að sinna greiningum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála, skrifa umsagnir um lagafrumvörp og leiða kjaraviðræður ásamt lögmanni og formanni Visku. Viðskipti innlent 6.6.2024 08:07
Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einkafjárfestarnir Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel. Viðskipti innlent 5.6.2024 15:43
Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. Viðskipti innlent 5.6.2024 14:01
Ráðinn tækni- og þróunarstjóri Defend Iceland Markús Kötterheinrich hefur verið ráðinn tækni- og þróunarstjóri hjá Defend Iceland og verður hann hluti af stofnteymi fyrirtækisins. Hann stundaði nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 5.6.2024 10:14
Bein útsending: Ásgeir og Arnór sitja fyrir svörum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika munu sitja fyrir svörum og kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fréttamannafundi sem hefst núna klukkan 9:30. Viðskipti innlent 5.6.2024 08:59
Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Viðskipti innlent 5.6.2024 08:34
Ráðinn nýr framkvæmdastjóri hjá Landsneti Jóhannes Þorleiksson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingagreindar og – tækni hjá Landsneti. Hann mun þar fara fyrir hópi sem ber ábyrgð á þróun gagnadrifinnar þjónustu, upplýsingaöryggi og rekstri upplýsingakerfa Landsnets. Viðskipti innlent 5.6.2024 08:22
Herða eftirlit með kínverskum verslunarrisa í leiftursókn Kínverski netverslunarrisinn Temu sem hefur vaxið hratt í Evrópu mun sæta strangara eftirliti Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk eftirlitsstofnun bættist í hóp bandarískra og evrópskra stofnana sem vara neytendur við vörum sem Temur selur. Viðskipti innlent 5.6.2024 07:00
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 4.6.2024 14:06
Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4.6.2024 12:22
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 4.6.2024 10:46
Samruninn hefði haft umtalsverð skaðleg áhrif Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf.. Eftirlitið telur að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði. Viðskipti innlent 4.6.2024 07:50
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3.6.2024 22:22
Icelandair hefur flug til Halifax á nýjan leik Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018. Viðskipti innlent 3.6.2024 16:26
Tæplega sextíu sagt upp hjá Landvinnslu Þorbjarnar í Grindavík Fimmtíu og sjö starfsmönnum hjá Landvinnslu Þorbjarnar í Grindavík var sagt upp síðastliðinn fimmtudag, þrítugasta maí. Þetta staðfestir Jóhann Gunnarsson, yfirmaður landvinnslu Þorbjarnar, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 3.6.2024 11:56
441 sagt upp í sex hópuppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum maímánuði. 441 starfsmanni var sagt upp í uppsögnunum sex. Viðskipti innlent 3.6.2024 10:24
Alls ekki auðveld ákvörðun að selja Bjórböðin Bjórböðin á Árskógssandi í Eyjafirði hafa verið auglýst til sölu. Eigandi Bjórbaðanna segir ákvörðunina ekki einfalda en reksturinn hafi verið afar erfiður í Covid auk þess sem vaxtastefna Seðlabankans hafi alls ekki hjálpað til. Viðskipti innlent 3.6.2024 10:09
Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka. Viðskipti innlent 3.6.2024 08:27
Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Viðskipti innlent 1.6.2024 15:11
Bein útsending: „Hvað verður í matinn?“ Málþing um matvælarannsóknir og framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi fer fram í Hörpu í dag. Þar verður það nýjasta á sviði matvælarannsókna í brennidepli ásamt áskorunum og tækifærum í matvælaframleiðslu í framtíðinni. Viðskipti innlent 31.5.2024 10:47
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. Viðskipti innlent 30.5.2024 19:04
Reynslubolti í hótelrekstri færir sig um set Thelma Thorarensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Keahótelum ehf. Thelma mun, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stýra starfsemi tíu hótela félagsins sem staðsett eru í Reykjavík og á landsbyggðinni. Viðskipti innlent 30.5.2024 15:24
Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:34
Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:09
Wise og Þekking orðin eitt Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Viðskipti innlent 30.5.2024 08:45
Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. Viðskipti innlent 30.5.2024 07:01
Sögðu upp 82 starfsmönnum Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 15:50
Hvetja fólk til að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara. Viðskipti innlent 29.5.2024 13:33
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 10:40
Kaldvík skráð á markað Kaldvík, áður Ice Fish Farm, var tekið til viðskipta í dag á First North vaxtarmarkaði Nasdaq Iceland klukkan 9.30 við opnun markaða. Viðskipti innlent 29.5.2024 09:54