Viðskipti erlent

The Force Awakens orðin tekjuhæst í Ameríku

Nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakens, er orðin tekjuhæsta kvikmynd sögunnar í Bandaríkjunum og Kanada. Áfanginn náðist á í gær þegar tekjur af miðasölu fóru yfir rúma 760 milljónir dollara en það met átti áður myndin Avatar.

Viðskipti erlent

Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum

Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma.

Viðskipti erlent

Netflix greiddi alla skatta í Lúxemborg

Netflix greiddi enga fyrirtækjaskatta í Bretlandi á síðasta ári, þrátt fyrir að áskrifendur í landinu séu 4,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Guardian. Fyrirtækið rukkar hvern áskrifanda að lágmarki um 5,99 (um 1200 krónur) fyrir áskriftina að þjónustunni.

Viðskipti erlent