Hagnaður Burberry dregst verulega saman Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 Frá sýningarpöllum Burberry á síðasta ári. vísir/Getty Breska tískufyrirtækið Burberry tilkynnti í gærmorgun að tekjur hefðu dregist saman um eitt prósent á síðasta ári og að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt hefði lækkað um sjö prósent milli ára. Tilkynnt var að fyrirtækið ætlaði að lækka árlegan kostnað sinn um 100 milljónir punda, jafnvirði 18 milljarða íslenskra króna, meðal annars með því að einfalda framleiðsluferlið. Á sama tíma mun það fjárfesta fyrir 10 milljónir punda, 1,8 milljarða króna, á þessu ári og 25 milljónir punda, 4,4 milljarða króna, á næsta ári í verslunum og stafrænu umhverfi. Forsvarsmenn Burberry segja tölurnar endurspegla erfitt ástand á lúxusvörumarkaði. Talið er að Kínverjar beri ábyrgð á 29 prósentum af heildarsölu á þeim markaði, og því hafi samdráttur í Kína á undanförnu misseri dregið verulega úr sölu. Frá árinu 2010 til 2014 óx lúxusvörumarkaðurinn um að meðaltali sjö prósent á ári. Forsvarsmenn Burberry telja þó að einungis nokkurra prósenta vöxtur verði á þeim markaði á næstu árum.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska tískufyrirtækið Burberry tilkynnti í gærmorgun að tekjur hefðu dregist saman um eitt prósent á síðasta ári og að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt hefði lækkað um sjö prósent milli ára. Tilkynnt var að fyrirtækið ætlaði að lækka árlegan kostnað sinn um 100 milljónir punda, jafnvirði 18 milljarða íslenskra króna, meðal annars með því að einfalda framleiðsluferlið. Á sama tíma mun það fjárfesta fyrir 10 milljónir punda, 1,8 milljarða króna, á þessu ári og 25 milljónir punda, 4,4 milljarða króna, á næsta ári í verslunum og stafrænu umhverfi. Forsvarsmenn Burberry segja tölurnar endurspegla erfitt ástand á lúxusvörumarkaði. Talið er að Kínverjar beri ábyrgð á 29 prósentum af heildarsölu á þeim markaði, og því hafi samdráttur í Kína á undanförnu misseri dregið verulega úr sölu. Frá árinu 2010 til 2014 óx lúxusvörumarkaðurinn um að meðaltali sjö prósent á ári. Forsvarsmenn Burberry telja þó að einungis nokkurra prósenta vöxtur verði á þeim markaði á næstu árum.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira