Hlutabréf í McDonald‘s hafa verið í gríðarlegri uppsveiflu á undanförnu ári og náðu hæstu hæðum á hlutabréfamarkði núna í morgun. Gengi hlutabréfanna er nú rúmlega 130 dollara, jafnvirði 16 þúsund íslenskra króna.
Frá því að nýr forstjóri tók við í janúar 2015 hafa hlutabréf í McDonald‘s hækkað um tæplega 55 prósent. Steve Easterbrook einbeitti sér að matseðli fyrirtækisins, hann bætti við nýjum samlokum á matseðilinn og kom á fót morgunmat allan daginn, sem hefur hlotið gíðarlegar vinsældir.
Í síðasta mánuði tilkynnti McDonald‘s að sala hefði aukist um 6,2 prósent á fyrsta fjórðungi, samanborið við árið áður, eftir að hafa aukist um 5 prósent á fjórða ársfjórðungi 2015, samanborið við árið áður.
Framundan hjá McDonald‘s er að auka sölu á Asíumarkaði, þar sem hefur ekki gengið nógu vel undanfarin misseri.
Hlutabréf í McDonald's aldrei hærri
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið


„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent