Gamla lógóið minnti helst á teiknaða mynd af gamalli polaroid myndavél en í dag eru aðeins einfaldar útlínur gamla lógósins eftir yfir litríkum bakgrunni sem flæðir frá gulum yfir í rauðan, fljólubláan og bláan.
Talað er um að nýja lógóið sé keimlíkt endurgerð Apple iOS7 stýrikerfisins í útliti hvað útlínur og skæra liti varðar.

Fyrirtækið er í eigu Facebook en töluverð vinna hefur farið í að endurhanna útlit stýrikerfis appsins sem kynnt verður bráðlega. Búist er við því að það verði einfaldað niður í hvítan bakgrunn, svarta ramma og stafi.
Einnig verður aukið aðgengi að myndböndum og ljósmyndun án þess að notandinn finni fyrir miklum breytingum á stýrikerfinu.
Kynningarmyndband fyrir nýja lógóið má sjá hér fyrir neðan.