Tónlist

Myndbandið varð til í einni töku

Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff tekur þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið Mér við hlið. Auk þess að flytja lagið er Rúnar sjálfur höfundur bæði lags og texta.

Tónlist

Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2016

Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hiphop-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Þeir Róbert Aron og Benedikt Freyr, stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári.

Tónlist

Fleiri bætast við á Sónar

Red Bull Music Academy snýr aftur á Sónar Reykjavík, þriðja árið í röð og hafa framúrskarandi tónlistarmenn verið valdir til að koma fram í Kaldalóni í Hörpu á Sónar dagana 16. -18. febrúar.

Tónlist

Bleikir tyggjópakkar veittu innblástur

Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia ­Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna.

Tónlist

Bestu erlendu plötur 2016: R&B afar áberandi þetta árið

Allar bestu erlendu plötur þetta árið utan ein eru R&B plötur. Hér líkt og á íslenska listanum eru áberandi frumlegar útgáfur, þó að sumar þeirra hafi kannski ekki verið neitt sérstaklega aðgengilegar vegna samkeppni á tónlistarstreymismarkaðnum.

Tónlist

Bestu innlendu plötur 2016: Árið hans Emmsjé Gauta

Rapparinn Emmsjé Gauti á tvær plötur á topp fimm lista ársins yfir bestu íslensku plöturnar. Rappið er mjög áberandi í ár eins og í fyrra en allar plöturnar fimm geta talist rappplötur. Mikil frumlegheit í markaðssetningu og notkun samfélagsmiðla og streymiveita spila stóra rullu þetta árið og sýnir hvernig tónlistin er í sífelldri þróun.

Tónlist

Kristín Stefánsdóttir syngur á Rosenberg

Á viðburðarsíðu Fréttablaðsins í dag var sagt frá því að söngkonan Kristjana Stefánsdóttir væri með tónleika á Café Rosenberg í kvöld en hið rétta er að söngkonan Kristín Stefánsdóttir er með tónleikana.

Tónlist

Heimurinn væri betri ef fleiri hlustuðu á þungarokk

Þráinn Árni Baldvinsson er gítarleikari einnar hrikalegustu þungarokksveitar landsins, Skálmaldar. Á sviðinu sveiflar hann síðu hári og segir dynjandi dauðarokk það besta til að róa taugarnar. Þar fyrir utan gengst hann lítið upp í harðhausaímynd rokksins. Hann hlustar á jólalög og verður meira að segja með jólahugvekju á sunnudag í Hannesarholti.

Tónlist

Hlakkar til að koma fram á Íslandi

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson sló heldur betur í gegn í raunveruleikaþættinum Die große Chance í Austurríki árið 2014. Í kjölfarið skrifaði hann undir plötusamning hjá Sony. Hann mun koma fram á Jólagestum Björgvins í Höllinni.

Tónlist

Jólatónleikar Björgvins haldnir í tíunda skipti

Jólagestir Björgvins verða á laugardaginn, 10. desember, í Höllinni. Björgvin Halldórsson er þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fagfólki í þessi 10 ár. Á næsta ári munu tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu með nýju og spennandi ívafi.

Tónlist