Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:00 Söngkonan Kesha getur nú loksins sent frá sér tónlist á ný. Vísir/Getty Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög