MIMRA með nýtt lag: "Frekar frábrugðið fyrri verkum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2017 14:30 María stefnir á að gefa út plötu. Tónlistarkonunni MIMRU er margt til lista lagt en hún sendir nú frá sér lagið Mushroom Cloud ásamt því að hefja í dag söfnun fyrir útgáfu væntanlegrar plötu gegnum Karolina Fund. MIMRA er listamannsheiti söngkonunnar og tónskáldsins Maríu Magnúsdóttur. Mushroom Cloud er þriðja lagið sem MIMRA sendir frá sér af væntanlegri plötu sinni, Sinking Island, en það er 12 laga hljómplata sem mun líta dagsins ljós í Nóvember. Mushroom Cloud er öllu stærra í sniðum en þau fyrri, en í því má heyra litríka samsuðu radda, raftónlistar, strengja og lúðra undir afrískum áhrifum. Tónlist MIMRU er best lýst sem electro-acoustic folk poppi.Lagið Mushroom CloudMIMRA lagði sig fram við að ná fram gleði, kæruleysi og eltingaleiks-tilfinningu í nýja laginu: „Hugmyndin á bakvið Musihroom Cloud var fjölskyldan mín, hvernig við hlæjum allt of hátt miðað við meðalmanninn og hvernig við systkinin lékum okkur í fjörunni sem börn, ” segir María. Lagið hefur verið dágóðan tíma í vinnslu „Ég samdi lagið upphaflega sem stórt lokalag fyrir útskriftartónleika, þá fyrir hljómsveit sem samanstóð af rytmasveit, strengjakvartett, blásurum, hörpuleikara og bakröddum. Þegar ég tók síðan lagið upp í fyrra færði ég það í nýjan búning með því að vinna það með allskonar litlum upptökum af mér að berja í hluti eins og pappakassa og krukkur, auk þess sem ég bætti inn vocoder og fleira raftónlistar-nammi. Það er því mjög góð tilfinning að gefa lagið út núna í upphafi Karolina Fund söfnuninnar okkar.”Tónlist MIMRU og upptökur Sinking IslandMaría flutti aftur á landsteinana fyrir ekki svo löngu eftir tónlistarnám erlendis, nánar til tekið í Hollandi og Englandi. „Ég byrjaði að kalla mig MIMRU í Hollandi fyrir þremur árum þegar ég ákvað að útsetja nokkur ný lög fyrir stóra hljómsveit. Þar fæddist tónlist MIMRU með hjálp frábærra tónlistarmanna og kvenna í svokölluðum orchestral pop eða art pop stíl.” Á síðasta ári tók hún upp og pródúsaði plötuna Sinking Island sem mastersverkefni við Goldsmiths University of London. Einvala lið tónlistarmanna og hæfileikafólks hefur komið að gerð plötunnar. Björn Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun og Sigríður Hulda Sigurðardóttir sér um hönnun umslags sem sýnir gullfallega teikningu af skriðjökli. „Þetta efni er frekar frábrugðið fyrri verkum að því leiti að ég blanda saman hljóðheimi orchestral og elektró popps í lögunum mínum og útkoman er eitthvað nýtt, margslungið og fallegt. Ég hlakka mjög til að deila plötunni með ykkur.” Frekari upplýsingar um MIMRU má finna á www.mimramusic.com og hægt er að verða partur af söfnuninni og fá fyrir plötuna á geisladisk eða vinyl, miða á útgáfutónleikana í Nóvember og margt fleira gegnum Karolina Fund síðu verkefnisins. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonunni MIMRU er margt til lista lagt en hún sendir nú frá sér lagið Mushroom Cloud ásamt því að hefja í dag söfnun fyrir útgáfu væntanlegrar plötu gegnum Karolina Fund. MIMRA er listamannsheiti söngkonunnar og tónskáldsins Maríu Magnúsdóttur. Mushroom Cloud er þriðja lagið sem MIMRA sendir frá sér af væntanlegri plötu sinni, Sinking Island, en það er 12 laga hljómplata sem mun líta dagsins ljós í Nóvember. Mushroom Cloud er öllu stærra í sniðum en þau fyrri, en í því má heyra litríka samsuðu radda, raftónlistar, strengja og lúðra undir afrískum áhrifum. Tónlist MIMRU er best lýst sem electro-acoustic folk poppi.Lagið Mushroom CloudMIMRA lagði sig fram við að ná fram gleði, kæruleysi og eltingaleiks-tilfinningu í nýja laginu: „Hugmyndin á bakvið Musihroom Cloud var fjölskyldan mín, hvernig við hlæjum allt of hátt miðað við meðalmanninn og hvernig við systkinin lékum okkur í fjörunni sem börn, ” segir María. Lagið hefur verið dágóðan tíma í vinnslu „Ég samdi lagið upphaflega sem stórt lokalag fyrir útskriftartónleika, þá fyrir hljómsveit sem samanstóð af rytmasveit, strengjakvartett, blásurum, hörpuleikara og bakröddum. Þegar ég tók síðan lagið upp í fyrra færði ég það í nýjan búning með því að vinna það með allskonar litlum upptökum af mér að berja í hluti eins og pappakassa og krukkur, auk þess sem ég bætti inn vocoder og fleira raftónlistar-nammi. Það er því mjög góð tilfinning að gefa lagið út núna í upphafi Karolina Fund söfnuninnar okkar.”Tónlist MIMRU og upptökur Sinking IslandMaría flutti aftur á landsteinana fyrir ekki svo löngu eftir tónlistarnám erlendis, nánar til tekið í Hollandi og Englandi. „Ég byrjaði að kalla mig MIMRU í Hollandi fyrir þremur árum þegar ég ákvað að útsetja nokkur ný lög fyrir stóra hljómsveit. Þar fæddist tónlist MIMRU með hjálp frábærra tónlistarmanna og kvenna í svokölluðum orchestral pop eða art pop stíl.” Á síðasta ári tók hún upp og pródúsaði plötuna Sinking Island sem mastersverkefni við Goldsmiths University of London. Einvala lið tónlistarmanna og hæfileikafólks hefur komið að gerð plötunnar. Björn Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun og Sigríður Hulda Sigurðardóttir sér um hönnun umslags sem sýnir gullfallega teikningu af skriðjökli. „Þetta efni er frekar frábrugðið fyrri verkum að því leiti að ég blanda saman hljóðheimi orchestral og elektró popps í lögunum mínum og útkoman er eitthvað nýtt, margslungið og fallegt. Ég hlakka mjög til að deila plötunni með ykkur.” Frekari upplýsingar um MIMRU má finna á www.mimramusic.com og hægt er að verða partur af söfnuninni og fá fyrir plötuna á geisladisk eða vinyl, miða á útgáfutónleikana í Nóvember og margt fleira gegnum Karolina Fund síðu verkefnisins.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“