Sport

Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni
Bleacher Report vefurinn hefur valið bestu NBA leikmenn sögunnar og valið hefur að sjálfsögðu vakið upp viðbrögð vestan hafs.

Elvis snúinn aftur
Elvis Bwonomo er mættur aftur til Vestmannaeyja og búinn að skrifa undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið.

„Allt orðið eðlilegt á ný“
Það hefur mikið gengið utan vallar hjá norska hlauparanum Jakob Asserson Ingebrigtsen í vor og innan vallar hefur hann glímt við meiðsli. Nú líta hlutirnir hins vegar betur út.

Liverpool tilbúið að slá metið aftur
Liverpool hefur sett sig í samband við Newcastle varðandi kaup á sænska framherjanum Alexander Isak og er tilbúið að slá félagaskiptametið í annað sinn í sumar.

Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna
Íslenska nítján ára landsliðið í handbolta spilar um þrettánda til sextánda sæti á Evrópumóti U19 en það var ljóst eftir stórsigur á Norður Makedóníu í Svartfjallalandi í dag.

Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory
Golfklúbburinn Oddur opnaði formlega í gær nýja púttaðstöðu sem mun lengja tímabil kylfinga talsvert mikið enda vonast til þess að hægt verði að pútta þar meira og minna allt árið.

Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður
Real Madrid hefur gengið frá kaupunum á vinstri bakverðinum Álvaro Carreras frá Benfica í Portúgal.

„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri.

KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar
KR-ingar töpuðu 1-0 upp á Akranesi í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi og eru nú aðeins einu stigi frá fallsæti.

„Margt dýrmætt á þessum ferli“
Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við.

Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag
Íslands- og Evrópumeistarar Vals í kvennaflokki fengu að vita það í morgun hvaða lið bíða þeirra í fyrstu tveimur umferðum undankeppni Evrópudeildarinnar.

Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða
Manchester City hefur gengið frá nýjum búningasamningi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma og verður áfram í búningum frá þeim næsta áratuginn.

Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur átt magnaðan feril og unnið sex risatitla og 45 PGA-mót á ferli sínum. Hans mesta afrek gæti þó verið í draumahöggum kylfinga.

Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool
Newcastle vinnur nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á franska framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Enskir fjölmiðlar eru uppfullir af líklegum kaupum enska úrvalsdeildarfélagsins.

Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin
Levi Colwill og félagar í Chelsea urðu fyrstu meistararnir í hinni nýju heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum.

Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Eyjamenn og Skagamenn náðu í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í fótbolta í gær og settu enn meiri spennu inn í fallbaráttu deildarinnar. Nú má sjá mikilvægu sigurmörkin hér á Vísi.

Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar
Barcelona ungstirnið Lamine Yamal kom sér í vandræði eftir að það fréttist hvað hafði gegnið á í átján ára afmælisveislunni hans um síðustu helgi.

Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú
Spænska hlaupakonan Sara Alonso Martínez segir frá óskemmtilegri lífsreynslu á æfingu hjá sér á dögunum.

Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu
Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hann hefði fengið að eiga bikarinn í heimsmeistarakeppni félagsliða.

Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs
Victor Wembanyama er klár í að spila körfubolta á ný en hann hefur verið frá keppni síðan í febrúar eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina.

Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést
Fauja Singh er elsti maðurinn sem hefur hlaupið maraþonhlaup og sá fyrsti til að gera það eftir hundrað ára afmælið. Hann lést í gær en þó ekki af náttúrulegum orsökum.

Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni
Það spáir bongó annan daginn í röð en fyrir þá sem eru komnir með nóg af sólinni þá er alveg hægt að liggja bara í sófanum í dag og horfa á allt það sem er í boði á sportrásum Sýnar.

Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Francesco Totti hefur staðið í löngum og flóknum skilnaðardeilum við fyrrum eiginkonu sína, Ilary Blasi, síðan 2022 en virðist nú hafa unnið ákveðinn áfangasigur.

Toone með sögulega fullkomna tölfræði
Ella Toone, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, náði sögulega mögnuðum tölfræðilegum árangri í 6-1 sigurleik Englands og Wales í gær.

„Það var engin taktík“
Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir að árangur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu hafi ekki komið honum á óvart enda hafi undirbúningur liðsins ekki gefið tilefni til bjartsýni.

„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“
KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn.

Raggi Nat á Nesið
Álftnesingum hefur borist risastór liðsauki fyrir komandi vetur í Bónus-deildinni en miðherjinn hávaxni Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við liðið.

Sautján ára troðsludrottning vekur athygli
Troðslur eru ekki á hverju strái í kvennakörfubolta en ein slík leit dagsins ljós í leik Frakklands og Belgíu um bronsið á Evrópumóti U18 þegar hin 17 ára Alicia Tournebize hamraði niður tveggja handa troðslu í hraðaupphlaupi.

Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld
Jóhannes Kristinn Bjarnason er ekki á leið til ítalska liðsins Pro Vercelli. Hann er mættur aftur til Íslands en er þó ekki með KR gegn ÍA í kvöld en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfesti það í viðtali fyrir leik.

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
ÍA tóku á móti KR í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í kvöld og höfðu betur í hörkuleik sem lauk með 1-0 sigri heimamanna. Með sigrinum náðu Skagamenn að hefna fyrir 5-0 rasskellingu í fyrri viðurreign liðanna.