Skoðun

Tímar út­lagans

Ástþór Jóhannsson skrifar

Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn.

Skoðun

Búrfellslundur – fyrir hvern?

Haraldur Þór Jónsson skrifar

Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á!

Skoðun

Fimm stað­reyndir inn í kjara­við­ræður

Gunnar Úlfarsson skrifar

Undanfarna mánuði og jafnvel rúmt ár hefur oft verið deilt um kaup og kjör í fjölmiðlum. Eykst það gjarnan þegar fundahöld í tengslum við kjaraviðræður færast yfir í Karphúsið. Inn á milli stífra funda heyrast svo gjarnan einhliða yfirlýsingar um að það sé einum eða öðrum að kenna að viðræður séu komnar í strand.

Skoðun

Grinda­vík og kjara­við­ræðurnar

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórn­valda til að koma til móts við kröf­ur launafólks um aðkomu rík­is­ins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu.

Skoðun

Sögu­fölsun eytt í kyrr­þey

Hjörtur Hjartarson skrifar

Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar.

Skoðun

Hug­leiðingar um Palestínu

Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal skrifar

Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision.

Skoðun

Við sjáum fyrir endann á sveiflunum

Hildur Eiríksdóttir skrifar

Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli.

Skoðun

Sam­kennd er sam­fé­lags­leg verð­mæti

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta.

Skoðun

Orku­skortur og náttúru­legur breyti­leiki

Gunnar Geir Pétursson skrifar

Kallast það orkuskortur þegar lygnir í Danmörku? Er það orkuskortur þegar sólarsellur Kaliforníu hætta framleiðslu að kvöldi? Nei, og það telst ekki endilega orkuskortur þótt lónstaða við virkjanir Landsvirkjunar sé í lakara lagi.

Skoðun

Gambítur Svan­dísar

Haukur Arnþórsson skrifar

Svandís Svavarsdóttir stillir Kristrúnu í Samfylkingunni og Sjálfstæðismönnunum upp við vegg – og býðst til að leiða og sameina vinstri menn með atkvæðakaupum úr ríkissjóði, vinsælu broti á einni af grundvallareglum vestrænna samfélaga og ákvörðun um áframhaldandi setu í embætti – sem allt færir siðferði stjórnmálanna aftur um áratugi.

Skoðun

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Njörður Sigurðsson skrifar

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun

Alþjóðasamstarf í menntun setur frið í forgrunn

Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Eydís Inga Valsdóttir skrifa

Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn.

Skoðun

Verndarar mennskunnar: sam­einumst til bjargar lífum

Mohammad Shawa skrifar

Virðulegi ráðherra Bjarni Benediktsson, Þegar við ræðum kröfur Palestínufólks um fjölskyldusameiningu, ættum við að gera það með opið samtal og samkennd að leiðarljósi. Yfirvegaðri nálgun hefur ekki aðeins mannlega reisn í heiðri, heldur getur einnig styrkt diplómatísk tengsl okkar á milli, og endurspeglað skuldbindingar okkar um samkennd og skilning gagnvart hvort öðru.

Skoðun

For­dómar yfir­valda gagn­vart kanna­bis­plöntunni

Gunnar Dan Wiium skrifar

Hafið þið ekki séð svona Voltaren auglýsingar sem halda fram gagnsemi hvað varðar verkjastillingu og bólguminnkun. Með fylgir myndrænt efni af sárþjáðri manneskju sem brosir svo sínu breiðasta eftir að hafa smurt á sig gelið.

Skoðun

Dómara­málin inn í skóla­kerfið

Þorvaldur Örlygsson skrifar

Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á.

Skoðun

Þurfum við að standa ein?

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar.

Skoðun

Að skilja og takast á við nei­kvæðni­skekkjuna

Ingrid Kuhlman skrifar

Neikvæðniskekkjan (e. negativity bias) er sálfræðilegt fyrirbæri þar sem heilinn stillir sig frekar inn á neikvæða atburði, reynslu og upplýsingar en jákvæðar upplifanir. Neikvæðar fréttir í fjölmiðlum toga sem dæmi frekar í okkur en uppbyggilegar fréttir.

Skoðun

Út­spil Svan­dísar

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna.

Skoðun

Grimmdar­verk sem brenna

Viðar Hreinsson skrifar

Ég biðst ekki afsökunar á að vitna í Stephan G. í tíma og ótíma því hann sá ótalmargt í skýru ljósi, vissi að samfélagið er manngert og að það sé hægt að breyta því, sé vilji til þess. Það er til að mynda hæpið að tala um manntegundina sem grimmt og gráðugt villidýr, því slíkar hugmyndir taka frá okkur ábyrgð á sjálfum okkur.

Skoðun

Þrjú grund­vallar­at­riði um stuðning við Grind­víkinga

Kristrún Frostadóttir skrifar

Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla.

Skoðun

Stefnan sem fellur aldrei úr gildi

Karen Kjartansdóttir skrifar

Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra.

Skoðun

Hve­nær drepur maður mann og hve­nær drepur maður ekki mann?

Gunnar Ármannsson skrifar

Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“.

Skoðun

Heimur haturs, á­taka og her­gagna­fram­leiðslu

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Það horfir ekki friðvænlega í heiminum þessa dagana. Úkraínustríðið heldur áfram og hefur nú staðið yfir í hér um bil 2 ár. Átök eru á milli Ísraelshers og Hamas eftir árás hins síðarnefnda á Ísrael í október á 2023. Hútar í Jemen sem styðja Hamas ráðast á skip sem fara um Rauðahafið og þeir telja tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísrael.

Skoðun