Menning

Vill fá hvílu sjálfur hjá sínu svarta fé
Myndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir frá Þorbirni Péturssyni bónda í Arnarfirði og virðingunni sem hann sýnir eftirlætiskindunum með veglegum grafreit.

Mörg orð í Jómsvíkingasögu eru ekki til annars staðar
Jómsvíkingasaga sem rituð var fyrst á þrettándu öld varð Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur bókmenntafræðingi rannsóknarefni í nýlegri doktorsritgerð.

Gísli B. með sýningu í Smiðjunni
Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku.

Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands
Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur.

Dada leitast við að láta allt búa saman í sátt í einum heimi.
Í kvöld frumsýnir Íslenski dansflokkurinn DaDa Dans á Nýja sviði Borgarleikhússins. Dadaismi er einmitt hundrað ára um þessar mundir en felur þó í sér skýrskotanir til dagsins í dag.

Skapar list með sögulegum blæ
Lesblinda gerði Kristjönu S. Williams erfitt fyrir í grunnskólanum á Seltjarnarnesi en greindist ekki fyrr en í listaháskólanum Central Saint Martin í London. Nú hafa listmunir og fatnaður með ævintýramyndum hennar vakið athygli heimsins og

Þegar ísinn fer þá breytist allt
Í þrjátíu ár hefur Ragnar Axelsson fengist við að ljósmynda líf og andlit fólksins á norðurslóðum. Á því ferðalagi rann upp fyrir honum að hann er ekki aðeins að mynda þetta lífi, heldur er hann að skrásetja algjöra umpólun lífsins á norðurslóðum af völdum hlýnunar jarðar. En á Íslandi munu jöklarnir hverfa á næstu 150 til 200 árum.

Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi
Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu.

Ástandið á Íslandi um 1770
Norræni skjaladagurinn er í dag. Ráðstefna um skjöl landsnefndar sem safnaði upplýsingum um aðstæður á Íslandi á árunum 1770 til 1771 verður haldin í Þjóðskjalasafninu.

Vakna glöð ef ég get eitthvað farið að gera
Það er reisn yfir listakonunni Rúnu þar sem hún gengur um sal Gerðubergs og lítur yfir verkin sem sýning verður opnuð á í dag. Fyrst er þar málþing um ævi hennar og störf undir yfirskriftinni Línudans.

Listin leikur í höndum hennar
Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir hefur teiknað myndir frá unga aldri. Fyrst notaði hún hæfileikana til að teikna hesta enda mikil hestamanneskja. Smám saman hefur hún breytt yfir í myndir af fólki sem hún teiknar eftir ljósmyndum.

Sálumessa sungin í minningu Jóns Stefánssonar organista
Óperukórinn í Reykjavík syngur Sálumessu Verdis – Verdi Requiem í Langholtskirkju á morgun, föstudaginn 11. nóvember klukkan 20.

Óska engum að vera utanveltu
Leikverkið Hún pabbi verður fumsýnt í Borgarleikhúsinu í janúar. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með einleik í verkinu, sem fjallar um upplifun hans á kynleiðréttingarferli föður síns.

Heimildarverk sem yljar fólki um hjartarætur
Leikverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga verður frumsýnt á morgun, 11. nóvember, í Hofi á Akureyri.

Þessi ómótstæðilega og óþolandi landeyða
Bókajólin verða góð. Þó ekki sé nema fyrir eina bók. Einar Kárason hefur skrifað aðra bók um Eyvind Storm.

Niðurbrot ástarinnar
Firnasterk sýning um mannlega bresti.

Kannski er ég ekkert sérstaklega víðsýn
Myndlistarkonan Hulda Hákon opnaði nýverið sína þriðju einkasýningu á árinu og að þessu sinni í Tveimur hröfnum. Þar tekst listakonan á við að sýna nærumhverfi sitt og samfélag á sinn einstaka hátt.

Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga
Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til?

Íþróttirnar árið 2000
Það er erfitt að spá, einkum um framtíðina,“ sagði danski eðlisfræðingurinn Níels Bohr og þótti hnyttið. Auðvitað var þetta hárrétt hjá karlinum.

Á mörkum klisjunnar og frumlegheita
Verndargripur, eftir Roberto Bolaño, á efalítið eftir að leiða marga lesendur um skáldskaparheim þessa ávanabindandi höfundar.

Óslökkvandi þrá sem jókst með árunum
Listfengi setur svip á heimili Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá og atburðir lifna við í frásögnum hennar, hvort sem þeir eru nýliðnir eða frá 19. öld. Nú hefur hún gefið út listaverkabók í eigin nafni.

Hættum að væla og lifum lífinu lifandi
Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til.

Velgengni Arnaldar hefur skipt sköpum fyrir íslenskan bókamarkað
Reykjavíkurnætur er söluhæsta bók Arnaldar á Íslandi.

Gaman að klóra í yfirborðið og að rífa á það smá gat
Þórdís Gísladóttir sendi nýverið frá sér ljóðabókina Óvissustig. En þar eins og í nýrri þýðingu á leikritinu Brot úr hjónabandi tekst hún á við yfirborðsmennskuna í lífi okkar frá degi til dags.

Þarna liggja næfurþunn mörk á milli listar og lífs
Haraldur Jónsson myndlistarmaður opnaði sýnunguna Leiðsla í Berg Contemporary fyrir skömmu og þar tekst hann á við umhverfi mannsins og það rými sem við sköpum og förum um í okkar daglega lífi.

Arnar Már hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs
Arnar er fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta verðlaun Norðurlandaráðs í flokki barna- og unglingabókmennta.

Skemmtilegar partýmyndir úr útgáfuhófi Að heiman eftir Arngunni
Síðastliðin laugardag kom út hjá forlaginu Partusi fyrsta skáldsaga Arngunnar Árnadóttur, Að heiman, og af því tilefni var fagnað í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg.

Fyrsta dæmi af skrifandi alþýðukonu er frá 17. öld
Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur hefur rannsakað skriftaiðju kvenna á fyrri öldum og heldur fyrirlestur um hana síðdegis í dag í Lögbergi í Háskóla Íslands.

Þessir Rómverjar eru klikk?…
Uderzo lagði pennaveskið á hilluna fyrir fimm árum, þá 84 ára að aldri. Nokkru áður hafði hann tilkynnt þá ákvörðun sína að veita Ástríki framhaldslíf með nýjum höfundum
