Dalasöngvar og Hallgerður Magnús Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 17:30 Snorri Sigfús Birgisson tónskáld hefur útsett níu laga flokk sem verður frumfluttur á 15:15 tónleikunum á sunnudaginn. Visir/Hanna Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu nk. sunnudag, 12. febrúar, kl. 15:15. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hanna Dóra Sturludóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir en hljóðfæraleikur er í höndum Caput hópsins undir stjórn Guðna Franzsonar. Hanna Dóra og Snorri Sigfús Birgisson munu frumflytja lagaflokk Snorra Sigfúsar sem nefnist Níu lög að vestan en Snorri segir að hér séu á ferðinni níu þjóðlög sem eru varðveitt hljóðrituð í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. „Þetta eru upptökur frá sjöunda áratug síðustu aldar og heimildarmennirnir í þessum lögum voru allir fæddir á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er allt saman úr Dalasýslu, Hanna Dóra er ættuð þaðan og þessar útsendingar eru tileinkaðar henni. Það er ómetanlegt hugsjónastarf sem þau Hallfreður Örn Eiríksson, Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir unnu þegar þau ferðuðust um landið á sjöunda áratugnum og tóku upp alls konar efni. Þar á meðal eru um sjö hundruð klukkustundir af tónlist.“ Snorri Sigfús segir að það eigi afskaplega vel við sig að vinna með þetta efni. „Lögin eru mjög ólík og fjölbreytileg. Síðan eru þau líka sungin á mismunandi vegu á upptökunum þannig að þetta vekur upp ýmsar ólíkar hugsanir. En Hanna Dóra syngur þetta allt af mikilli list enda fádæma fín söngkona. Svítan Hallgerður langbrók eftir Finn Torfa Stefánsson er á síðari hluta tónleikanna. Svítan var gerð fyrir Caput hópinn og Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu og byggð á samnefndri óperu Finns í fullri lengd. Finnur segir að þar sem hann sé að vinna með Hallgerði Langbrók þessa dagana þá passi hann sig sérstaklega vel á þjófssögum og á því að gefa engum kinnhest þessa dagana og hlær við. „Upprunalega er þetta ópera sem ég samdi og þetta eru sýnishorn úr henni. Auk Caput hópsins og Ingibjargar þá kemur Edda Þórarinsdóttir leikkona inn og segir söguþráðinn til að setja tónlistina í samhengi.“ Finnur Torfi segir að það sé afar skemmtilegt að semja tónlist við Njálu. „Það er reyndar stórhættulegt því það er svo mikil vinna og fæst ekki króna fyrir. Þetta er bara eins og hver önnur della og ég er með músíkdellu, það er óhætt að segja það. En Hallgerður var fyrst kvenréttindakonan en hún liggur í Laugarnesinu og þar malbikaði Reykjavíkurborg yfir hana svo að hún gengi ekki aftur.“ Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu nk. sunnudag, 12. febrúar, kl. 15:15. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hanna Dóra Sturludóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir en hljóðfæraleikur er í höndum Caput hópsins undir stjórn Guðna Franzsonar. Hanna Dóra og Snorri Sigfús Birgisson munu frumflytja lagaflokk Snorra Sigfúsar sem nefnist Níu lög að vestan en Snorri segir að hér séu á ferðinni níu þjóðlög sem eru varðveitt hljóðrituð í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. „Þetta eru upptökur frá sjöunda áratug síðustu aldar og heimildarmennirnir í þessum lögum voru allir fæddir á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er allt saman úr Dalasýslu, Hanna Dóra er ættuð þaðan og þessar útsendingar eru tileinkaðar henni. Það er ómetanlegt hugsjónastarf sem þau Hallfreður Örn Eiríksson, Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir unnu þegar þau ferðuðust um landið á sjöunda áratugnum og tóku upp alls konar efni. Þar á meðal eru um sjö hundruð klukkustundir af tónlist.“ Snorri Sigfús segir að það eigi afskaplega vel við sig að vinna með þetta efni. „Lögin eru mjög ólík og fjölbreytileg. Síðan eru þau líka sungin á mismunandi vegu á upptökunum þannig að þetta vekur upp ýmsar ólíkar hugsanir. En Hanna Dóra syngur þetta allt af mikilli list enda fádæma fín söngkona. Svítan Hallgerður langbrók eftir Finn Torfa Stefánsson er á síðari hluta tónleikanna. Svítan var gerð fyrir Caput hópinn og Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu og byggð á samnefndri óperu Finns í fullri lengd. Finnur segir að þar sem hann sé að vinna með Hallgerði Langbrók þessa dagana þá passi hann sig sérstaklega vel á þjófssögum og á því að gefa engum kinnhest þessa dagana og hlær við. „Upprunalega er þetta ópera sem ég samdi og þetta eru sýnishorn úr henni. Auk Caput hópsins og Ingibjargar þá kemur Edda Þórarinsdóttir leikkona inn og segir söguþráðinn til að setja tónlistina í samhengi.“ Finnur Torfi segir að það sé afar skemmtilegt að semja tónlist við Njálu. „Það er reyndar stórhættulegt því það er svo mikil vinna og fæst ekki króna fyrir. Þetta er bara eins og hver önnur della og ég er með músíkdellu, það er óhætt að segja það. En Hallgerður var fyrst kvenréttindakonan en hún liggur í Laugarnesinu og þar malbikaði Reykjavíkurborg yfir hana svo að hún gengi ekki aftur.“
Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira