Dalasöngvar og Hallgerður Magnús Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 17:30 Snorri Sigfús Birgisson tónskáld hefur útsett níu laga flokk sem verður frumfluttur á 15:15 tónleikunum á sunnudaginn. Visir/Hanna Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu nk. sunnudag, 12. febrúar, kl. 15:15. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hanna Dóra Sturludóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir en hljóðfæraleikur er í höndum Caput hópsins undir stjórn Guðna Franzsonar. Hanna Dóra og Snorri Sigfús Birgisson munu frumflytja lagaflokk Snorra Sigfúsar sem nefnist Níu lög að vestan en Snorri segir að hér séu á ferðinni níu þjóðlög sem eru varðveitt hljóðrituð í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. „Þetta eru upptökur frá sjöunda áratug síðustu aldar og heimildarmennirnir í þessum lögum voru allir fæddir á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er allt saman úr Dalasýslu, Hanna Dóra er ættuð þaðan og þessar útsendingar eru tileinkaðar henni. Það er ómetanlegt hugsjónastarf sem þau Hallfreður Örn Eiríksson, Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir unnu þegar þau ferðuðust um landið á sjöunda áratugnum og tóku upp alls konar efni. Þar á meðal eru um sjö hundruð klukkustundir af tónlist.“ Snorri Sigfús segir að það eigi afskaplega vel við sig að vinna með þetta efni. „Lögin eru mjög ólík og fjölbreytileg. Síðan eru þau líka sungin á mismunandi vegu á upptökunum þannig að þetta vekur upp ýmsar ólíkar hugsanir. En Hanna Dóra syngur þetta allt af mikilli list enda fádæma fín söngkona. Svítan Hallgerður langbrók eftir Finn Torfa Stefánsson er á síðari hluta tónleikanna. Svítan var gerð fyrir Caput hópinn og Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu og byggð á samnefndri óperu Finns í fullri lengd. Finnur segir að þar sem hann sé að vinna með Hallgerði Langbrók þessa dagana þá passi hann sig sérstaklega vel á þjófssögum og á því að gefa engum kinnhest þessa dagana og hlær við. „Upprunalega er þetta ópera sem ég samdi og þetta eru sýnishorn úr henni. Auk Caput hópsins og Ingibjargar þá kemur Edda Þórarinsdóttir leikkona inn og segir söguþráðinn til að setja tónlistina í samhengi.“ Finnur Torfi segir að það sé afar skemmtilegt að semja tónlist við Njálu. „Það er reyndar stórhættulegt því það er svo mikil vinna og fæst ekki króna fyrir. Þetta er bara eins og hver önnur della og ég er með músíkdellu, það er óhætt að segja það. En Hallgerður var fyrst kvenréttindakonan en hún liggur í Laugarnesinu og þar malbikaði Reykjavíkurborg yfir hana svo að hún gengi ekki aftur.“ Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu nk. sunnudag, 12. febrúar, kl. 15:15. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hanna Dóra Sturludóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir en hljóðfæraleikur er í höndum Caput hópsins undir stjórn Guðna Franzsonar. Hanna Dóra og Snorri Sigfús Birgisson munu frumflytja lagaflokk Snorra Sigfúsar sem nefnist Níu lög að vestan en Snorri segir að hér séu á ferðinni níu þjóðlög sem eru varðveitt hljóðrituð í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. „Þetta eru upptökur frá sjöunda áratug síðustu aldar og heimildarmennirnir í þessum lögum voru allir fæddir á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er allt saman úr Dalasýslu, Hanna Dóra er ættuð þaðan og þessar útsendingar eru tileinkaðar henni. Það er ómetanlegt hugsjónastarf sem þau Hallfreður Örn Eiríksson, Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir unnu þegar þau ferðuðust um landið á sjöunda áratugnum og tóku upp alls konar efni. Þar á meðal eru um sjö hundruð klukkustundir af tónlist.“ Snorri Sigfús segir að það eigi afskaplega vel við sig að vinna með þetta efni. „Lögin eru mjög ólík og fjölbreytileg. Síðan eru þau líka sungin á mismunandi vegu á upptökunum þannig að þetta vekur upp ýmsar ólíkar hugsanir. En Hanna Dóra syngur þetta allt af mikilli list enda fádæma fín söngkona. Svítan Hallgerður langbrók eftir Finn Torfa Stefánsson er á síðari hluta tónleikanna. Svítan var gerð fyrir Caput hópinn og Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu og byggð á samnefndri óperu Finns í fullri lengd. Finnur segir að þar sem hann sé að vinna með Hallgerði Langbrók þessa dagana þá passi hann sig sérstaklega vel á þjófssögum og á því að gefa engum kinnhest þessa dagana og hlær við. „Upprunalega er þetta ópera sem ég samdi og þetta eru sýnishorn úr henni. Auk Caput hópsins og Ingibjargar þá kemur Edda Þórarinsdóttir leikkona inn og segir söguþráðinn til að setja tónlistina í samhengi.“ Finnur Torfi segir að það sé afar skemmtilegt að semja tónlist við Njálu. „Það er reyndar stórhættulegt því það er svo mikil vinna og fæst ekki króna fyrir. Þetta er bara eins og hver önnur della og ég er með músíkdellu, það er óhætt að segja það. En Hallgerður var fyrst kvenréttindakonan en hún liggur í Laugarnesinu og þar malbikaði Reykjavíkurborg yfir hana svo að hún gengi ekki aftur.“
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira