Um skáld þorps og þjóðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2017 09:30 "Ég hef haldið upp á Jón úr Vör lengi, hann er einn af mínum eftirlætishöfundum,“ segir Aðalsteinn Ásberg. Fréttablaðið/Vilhelm Ég kafaði dálítið ofan í skáldskapinn hans Jóns úr Vör áður en heildarútgáfa ljóða hans varð að veruleika. Um hann ætla ég að fjalla,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útgefandi, rithöfundur og skáld, um framlag sitt á málþingi sem haldið verður í Bókasafni Kópavogs í dag og hefst klukkan 13. Það ber yfirskriftina Jón úr Vör – skáld þorps og þjóðar. Auk Aðalsteins Ásbergs verða þau Þorsteinn frá Hamri, Hjörtur Pálsson og Fríða Ísberg þar með innlegg, Þorsteinn og Fríða með ávörp og Hjörtur fjallar um ævi skáldsins. En í upphafi dagskrár verður fimmtán mínútna heimildamynd Marteins Sigurgeirssonar um Jón sýnd. Aðalsteinn Ásberg segir ljóð Jóns úr Vör góða lesningu. Hann á heiðurinn af nýrri og glæsilegri útgáfu ljóðasafns hans í tveimur bindum. Tilefni hvors tveggja, málþingsins og útgáfunnar nú, er það að skáldið hefði orðið 100 ára 21. þessa mánaðar. „Jón úr Vör er skáld af þeirri stærðargráðu að mér fannst við hæfi að safna ljóðum hans saman í heildarútgáfu, það er ákveðinn þráður í æviverkinu og fyrri bækur hans eru orðnar sjaldséðar, jafnvel á bókasöfnum,“ segir Aðalsteinn Ásberg og heldur áfram. „Þorpið, sem kom út 1946, gerði Jón með tímanum þjóðkunnan en mér fannst mikilvægt að aðrar bækur hans stæðu ekki sífellt í skugga þess, það var meðal annars tilgangurinn með því að safna ljóðunum saman. Svo er seinni tíma verkefni að gefa út úrval.“ Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir árlega til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör og eru verðlaun í þeirri keppni jafnan veitt á afmælisdegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins 2017 er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Aðgangur að málþinginu í dag er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Með því lýkur Dögum ljóðsins í Kópavogi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég kafaði dálítið ofan í skáldskapinn hans Jóns úr Vör áður en heildarútgáfa ljóða hans varð að veruleika. Um hann ætla ég að fjalla,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útgefandi, rithöfundur og skáld, um framlag sitt á málþingi sem haldið verður í Bókasafni Kópavogs í dag og hefst klukkan 13. Það ber yfirskriftina Jón úr Vör – skáld þorps og þjóðar. Auk Aðalsteins Ásbergs verða þau Þorsteinn frá Hamri, Hjörtur Pálsson og Fríða Ísberg þar með innlegg, Þorsteinn og Fríða með ávörp og Hjörtur fjallar um ævi skáldsins. En í upphafi dagskrár verður fimmtán mínútna heimildamynd Marteins Sigurgeirssonar um Jón sýnd. Aðalsteinn Ásberg segir ljóð Jóns úr Vör góða lesningu. Hann á heiðurinn af nýrri og glæsilegri útgáfu ljóðasafns hans í tveimur bindum. Tilefni hvors tveggja, málþingsins og útgáfunnar nú, er það að skáldið hefði orðið 100 ára 21. þessa mánaðar. „Jón úr Vör er skáld af þeirri stærðargráðu að mér fannst við hæfi að safna ljóðum hans saman í heildarútgáfu, það er ákveðinn þráður í æviverkinu og fyrri bækur hans eru orðnar sjaldséðar, jafnvel á bókasöfnum,“ segir Aðalsteinn Ásberg og heldur áfram. „Þorpið, sem kom út 1946, gerði Jón með tímanum þjóðkunnan en mér fannst mikilvægt að aðrar bækur hans stæðu ekki sífellt í skugga þess, það var meðal annars tilgangurinn með því að safna ljóðunum saman. Svo er seinni tíma verkefni að gefa út úrval.“ Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir árlega til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör og eru verðlaun í þeirri keppni jafnan veitt á afmælisdegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins 2017 er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Aðgangur að málþinginu í dag er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Með því lýkur Dögum ljóðsins í Kópavogi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira