Menning

„Leiðin verður að vera ó­viss svo vel sé“

„Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi,“ segir myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Hún opnaði einkasýninguna Hornafjöldi í hættu í Ásmundarsal á dögunum en sýningin fylgir gestum inn í sumarið og stendur til 6. ágúst næstkomandi.

Menning

„Ég lofa miklu blóði“

„Ég fékk mikið vampíruæði fyrir nokkrum árum og það mætti segja að þetta hafi verið besta útrásin,“ segir tónlistarmaðurinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Egill Gauti Sigurjónsson. Hann frumsýnir verkið Velkom Yn á morgun.

Menning

„Hluti af heild sem við skiljum ekki“

„Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum.

Menning

Magnús Geir endur­ráðinn þjóð­leik­hús­stjóri

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni.

Menning

Myndaveisla: Níu líf of stór­kost­leg fyrir eftir­sjá

Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. 

Menning

Erna Ómars er borgarlistamaður Reykja­víkur

Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, er borgarlistamaður Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Ernu viðurkenningu sína við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem lesa má að neðan.

Menning

„Svo­lítið eins og að standa nakinn inni í vita“

„Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu,“ segir listamaðurinn Villi Jóns. Villi sérhæfir sig í myndlist og sjónlist en hann stendur fyrir sýningunni Tvídrangar sem staðsett er á annarri og þriðju hæð Akranesvitans. Það var mikil stemning í opnunarhófinu þar sem Elín Ey, Íris Tanja og Eyþór Ingi stigu meðal annars á stokk.

Menning

Líf og fjör á Grímunni

Grímuverðlaunin voru haldin með pomp og prakt í gærkvöldi þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað við hátíðlega athöfn. Leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru hlutu flest verðlaun á hátíðinni, eða fern verðlaun hver og var Saknaðarilmur meðal annars valin sýning ársins. 

Menning

„Leik­myndin er auð­vitað al­gjört rusl“

„Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir.

Menning

Fjögurra ára rússíbanareið að baki

Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani.

Menning

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Menning