Menning

Sýning Braga framlengd

Vegna mikillar aðsóknar verður Augnasinfónía, sýning Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum, framlengd til 4. janúar næstkomandi. Um fimmtán þúsund gestir hafa nú séð sýninguna og fer aðsókn síst dvínandi.

Menning

Söngvar Berlins í Salnum

Izzy Bailine, betur þekktur sem Irving Berlin, var einn afkastamesti höfundur sönglaga í amerískri dægurmenningu. Hann fluttist sem smábarn frá Rússlandi til Bandaríkjanna og hafði ofan af fyrir sér á unglingsárunum sem syngjandi þjónn á sumum af vafasömustu knæpum neðri hluta Manhattan.

Menning

Stigvaxandi sala

Breska forlagið Quercus er að skipuleggja stærstu markaðsherferð sem þeir nokkru sinni hafa skipulagt, fyrir aðra bók Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldi, en fyrsta bók hans, Karlar sem hata konur, er nýkomin út hjá Bjarti. Quercus gefur bókina út innbundna í janúar á næsta ári.

Menning

Sýning bræðra

Bræðurnir Þorsteinn H. Ingibergsson og Bragi J. Ingibergsson opnuðu ljósmyndasýningu í Frímúrarahúsinu að Ljósatröð 2 í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð.

Menning

Bræður munu berjast

Í kvöld verður leikritið Vestrið eina eftir írska leikskáldið Martin McDonagh frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Er það fimmta verk leikskáldsins sem sýnt er á íslensku leiksviði.

Menning

Malarastúlkan fagra

Tvö Schubert-kvöld verða haldin í Íslensku óperunni í þessum mánuði, þar sem hinir geysifögru ljóðaflokkar Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, verða fluttir.

Menning

Minning um Þorgeir

Í kvöld verður samkoma í Iðnó til minningar um Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) skáld, saxófónleikara og myndlistarmann. Tilefni er útgáfa Óðs eilífðar, heildarsafns ljóða Þorgeirs auk listaverka eftir höfundinn og níu aðra myndlistarmenn.

Menning

Ímyndun, ímynd og sjálfsmynd

Í kvöld heldur áfram umræðan um hvað við erum, hvað við viljum vera og hvað við þykjumst vera. Í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121, 4. hæð verður fundað um fallvaltar ímyndir lands og þjóðar eftir „hrunið".

Menning

Guðlastari ritar um guðsmann

„Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast,“ segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson.

Menning

Arnaldur beint á toppinn með Myrká

Væntanlega kemur það engum á óvart að nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Myrká, skuli hafa hrifsað efsta sæti metsölulista Pennans sem birtur var í gær. Myrká fór í sölu fyrir aðeins fimm dögum og náði því efsta sætinu á fjórum dögum.

Menning

Klassískt hádegi í Hafnarborg

Níundu tónleikar ársins í hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, fara fram á morgun kl. 12. Þá koma þar fram þær Edda Austmann sópransöngkona og Antonía Hevesi, píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar, og leika tónlist eftir tónskáldin Mozart, Donizetti og Verdi.

Menning

Klassík á Rósenberg

Bækur eru greiðasti aðgangur almennings að vísdómi og skemmtun. Á þessum örlagatímum hefur Forlagið ákveðið að hleypa af stokkunum nýjum bókaklúbbi sem færir Íslendingum heimsbókmenntir á ótrúlega hagstæðu verði, auk þess sem boðið verður upp á sígild íslensk rit.

Menning

Þjóðin þarf krútt og ljóð

„Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla,“ segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug,“ segir Gerður.

Menning

Danshöfundur á fleygiferð um Evrópu

„Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku,“ segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur.

Menning

Yfirlitssýning um Gylfa

Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners.

Menning

Ástardrykknum frestað

Íslenska óperan hefur frestað sviðsetningu á Ástardrykknum eftir Donisetti sem til stóð að frumsýna í febrúar.

Menning

Arnaldur Indriðason rýfur fimm milljóna múrinn

„Já, þetta er nokkuð gott. Og hlýtur að vera mikið gleðiefni hvernig gengið hefur með þessar bækur mínar um allan heim: Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og svo í 36 útgáfulöndum öðrum,“ segir Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur.

Menning

Bókatíðindi væntanleg

Bókatíðindi ársins 2008 eru nú í prentun, á áætlun og líður því að því að þau verði borin út á öll heimili. Fyrirfram hafði verið búist við fækkun titla. Niðurstaðan er að um 40 færri titlar eru í Bókatíðindum í ár en árið 2007, eða 759 alls. Þetta eru því önnur stærstu Bókatíðindi til þessa. Árið 2006 var fjöldi titla 677. Árið 1998 voru þeir 418. Fækkunin er mest í flokknum Þýddar barnabækur, en þar virðist sem erlent samprent verði fyrir barðinu á erfiðleikum við eðlileg viðskipti við útlönd.

Menning

Hollendingar kaupa Hníf Abrahams

„Fyrsta spennusaga Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams, hefur verið seld til Hollands. Er það hollenska spennusagnaforlagið Verbum Crime sem hefur tryggt sér útgáfuréttinn og er þýðingarvinna langt komin,“ segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögur forlagi.

Menning

Hansa í lögfræðidrama

„Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona – sem betur er þekkt sem Hansa – og hlær.

Menning

Kristján syngur með Sinfó

Þó svo að Japansferð Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi verið aflýst eins og fram hefur komið er engan bilbug að finna á hljómsveitinni. Nú hefur verið sett saman metnaðarfull verkefnaskrá fyrir næstu vikur þar sem hljómsveitin verður á faraldsfæti um höfuðborgarsvæðið og víðar. Tveir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar syngja og leika með hljómsveitinni á þessum tónleikum og stjórnandi verður Petri Sakari.

Menning

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Allt frá árinu 1982 hafa Tónlistardagar Dómkirkjunnar verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkur á haustdögum. Það er Dómkórinn og stjórnandi hans, Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, sem standa fyrir Tónlistardögunum.

Menning

Konur, kór og kontrabassi

Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld.

Menning

Dansaðu við mig

Leikhús andanna, nýstofnaður leikhópur, frumsýnir nýtt íslenskt verk í kvöld. Það er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og kallar hún það Dansaðu við mig. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Dansaðu við mig er ekki dansverk, þótt það beri þetta heiti. Leikendur eru tveir, Höskuldur Sæmundsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Veggspjald sýningarinnar byggir á mótífi úr einu þekktasta endurreisnarmálverki sögunnar, Venus stígur úr hafi sem hefur sterkar tilvísanir í leikritið sjálft. Sýningin er algerlega sjálfstætt framtak og ekki styrkt af neinum svo um er að ræða hreina hugsjónastarfsemi ungra listamanna sem hafa nú þegar látið talsvert í sér heyra. Leikhópurinn hefur mátt bíða með frumsýninguna vegna bókana forsætisráðuneytis á sölum Iðnó fyrir blaðamannafundi og hefur átt erfitt með að klára æfingar á verkinu. Leikhús andanna ætlar að koma til móts við landann og bjóða sérstakt kreppuverð á 2., 3. og 4. sýningu verksins.

Menning

Selur ljósmyndir í Gleðibankanum

„Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman,“ segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn.

Menning

Minning Göggu

Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið.

Menning

Upplestraröð að hefjast

Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember.

Menning

Gáttaþefur og sálir tvær

Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson.

Menning

Fjórum dönsum betur

Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum – tvídönsum – er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterkari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu.

Menning