Dansa Shakespeare 1. mars 2012 11:00 Íslenska hreyfiþróunasamsteypan skoðar húmor í verkum Shakespeare í nýjasta verki sínu Úps! „Við tökum heilu senurnar úr leikritum Shakespeare og dönsum þær," segir Ragnheiður Bjarnason einn flytenda dansverksins Úps!, sem ætlað er að fanga gamanleikrit leikritaskáldsins William Shakespeare. Verkið er síðasti hluti þríleiks Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar sem byggður er á verkum skáldsins. Úps! verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, og sýnt fram til sunnudagsins 11. mars. Í fyrsta verkinu var einblínt á harmleiki Shakespeare en í öðru verkinu konungasögurnar. Ragnheiður segir Úps! í raun rannsókn á því hvort að það sem þótti fyndið á dögum Shakespeare eigi erindi við nútímamanninn, öldum síðar. „Allt sem okkur finnst fyndið er mjög líkamlegt. Við tökum ákveðnar senur sem okkur finnst góðar eða fyndnar og reynum að skila þeim til áhorfenda. Samhliða er þetta því í raun rannsókn á því hvort að það sem virkaði fyrr á tímum eigi erindi við fólk í dag. Þá sjáum við hvort að við erum raunverulega að finna eitthvað nýtt upp eða hvort húmorinn gangi í hringi," segir Ragnheiður. Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 en hópinn skipa dansarar, danshöfundar og leiklistarfræðingar. Að þessu sinni hefur hópurinn fengið í lið með sér Víking Heiðar Kristjánsson sem leikstýrir verkinu, Hannes Óla Ágústsson leikara og Gísli Galdur Þorgeirsson sér um tónlist. Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við tökum heilu senurnar úr leikritum Shakespeare og dönsum þær," segir Ragnheiður Bjarnason einn flytenda dansverksins Úps!, sem ætlað er að fanga gamanleikrit leikritaskáldsins William Shakespeare. Verkið er síðasti hluti þríleiks Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar sem byggður er á verkum skáldsins. Úps! verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, og sýnt fram til sunnudagsins 11. mars. Í fyrsta verkinu var einblínt á harmleiki Shakespeare en í öðru verkinu konungasögurnar. Ragnheiður segir Úps! í raun rannsókn á því hvort að það sem þótti fyndið á dögum Shakespeare eigi erindi við nútímamanninn, öldum síðar. „Allt sem okkur finnst fyndið er mjög líkamlegt. Við tökum ákveðnar senur sem okkur finnst góðar eða fyndnar og reynum að skila þeim til áhorfenda. Samhliða er þetta því í raun rannsókn á því hvort að það sem virkaði fyrr á tímum eigi erindi við fólk í dag. Þá sjáum við hvort að við erum raunverulega að finna eitthvað nýtt upp eða hvort húmorinn gangi í hringi," segir Ragnheiður. Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 en hópinn skipa dansarar, danshöfundar og leiklistarfræðingar. Að þessu sinni hefur hópurinn fengið í lið með sér Víking Heiðar Kristjánsson sem leikstýrir verkinu, Hannes Óla Ágústsson leikara og Gísli Galdur Þorgeirsson sér um tónlist.
Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira