Heldur íslenska menningarhátíð í Frakklandi 13. apríl 2012 09:00 Meðal listamanna Hljómsveitin For a Minor Reflection kemur fram á tvennum tónleikum hátíðarinnar. Auk þeirra stíga þar á stokk hljómsveitirnar Kimono, Lazyblood, Reykjavík!, Kría Brekkan og Snorri Helgason. „Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs
Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira