Berthelsen leikur Pabbann 10. mars 2012 14:30 Anders W. Berthelsen fer með hlutverk Pabbans í danskri uppfærslu af einleiknum. nordicphotos/getty „Það er ekkert langt síðan hann varð faðir sjálfur þannig að hann tengdi virkilega við þessa sögu," segir Bjarni Haukur Þórsson, höfundur Pabbans. Daninn Anders W. Berthelsen, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Krónikunni, fer með hlutverk Pabbans í danskri uppfærslu einleiksins sem verður frumsýndur í Bellevue-leikhúsinu í Kaupmannahöfn 29. september. Berthelsen er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Ítalska fyrir byrjendur og Superclasico. Spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að næla í kappann segir Bjarni Haukur að það hafi tekið dálítinn tíma en það hafðist á endanum. Pabbinn hefur verið sýndur víða um heim undanfarin ár. Í september bætast tvær nýjar borgir við, eða Madríd og Stokkhólmur, auk þess sem Ísrael og Ítalía eiga eftir að bætast í hópinn. Annar einleikur úr smiðju Bjarna Hauks, Afinn, verður sýndur úti á landi í vor. „Við sýndum hann á Akranesi fyrir tveimur vikum og það gekk svakalega vel, þannig að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Um aðra helgi verður hann sýndur á Húsavík og eftir það verður hann settur upp á Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Bolungarvík, Egilsstöðum og Ólafsvík. -fb Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er ekkert langt síðan hann varð faðir sjálfur þannig að hann tengdi virkilega við þessa sögu," segir Bjarni Haukur Þórsson, höfundur Pabbans. Daninn Anders W. Berthelsen, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Krónikunni, fer með hlutverk Pabbans í danskri uppfærslu einleiksins sem verður frumsýndur í Bellevue-leikhúsinu í Kaupmannahöfn 29. september. Berthelsen er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Ítalska fyrir byrjendur og Superclasico. Spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að næla í kappann segir Bjarni Haukur að það hafi tekið dálítinn tíma en það hafðist á endanum. Pabbinn hefur verið sýndur víða um heim undanfarin ár. Í september bætast tvær nýjar borgir við, eða Madríd og Stokkhólmur, auk þess sem Ísrael og Ítalía eiga eftir að bætast í hópinn. Annar einleikur úr smiðju Bjarna Hauks, Afinn, verður sýndur úti á landi í vor. „Við sýndum hann á Akranesi fyrir tveimur vikum og það gekk svakalega vel, þannig að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Um aðra helgi verður hann sýndur á Húsavík og eftir það verður hann settur upp á Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Bolungarvík, Egilsstöðum og Ólafsvík. -fb
Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira