Lífið Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti. Tónlist 4.6.2024 09:01 Sígild hönnun frá Rosti verður 70 ára Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar. Lífið samstarf 4.6.2024 08:33 „Það eina sem ég vildi var bara að lifa“ „Ég var hræddur og ég vildi bara eiga líf. Það eina sem ég vildi var bara að lifa,“ segir tónlistarmaðurinn Ísak Morris sem hefur átt viðburðaríka ævi en segist nú loksins hafa fundið sig. Ísak hefur verið viðloðinn tónlist frá unglingsaldri og vinnur nú að plötu sem hann stefnir á að gefa út í sumar. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina, æskuna, fíknina, edrúmennskuna, ástina og margt fleira. Lífið 4.6.2024 07:02 Sturluð rödd gerði áheyrendur tryllta Þegar ég gekk út af tónleikum sópransöngkonunnar Lise Davidsen á laugardagskvöldið í Hörpu, kom til mín maður sem ég kannaðist ekki við. Hann spurði: „Hvernig skrifar maður eiginlega um svona?“ Ég svaraði: „Líklega bara með einu orði.“ Gagnrýni 4.6.2024 07:02 Hommahöllin til sölu Hommahöllin á Neskaupsstað hefur verið sett á sölu, en húsið er norskt kataloghús af fínustu sort. Húsið var síðast starfrækt sem menningarheimili með vinnustofum listamanna og fékk þá í kjölfarið viðurnefnið Hommahöllin. Lífið 3.6.2024 20:32 Klútabyltingin: Finndu þinn eigin Höllu-klút Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er að takast að gera hálsklúta að heitasta klæðnaði dagsins. Halla var fyrst með klút í fyrstu kappræðunum í byrjun maí. Síðan hefur klúturinn orðið eins konar einkennismerki stuðningmanna Höllu sem mættu margir með litla silkiklúta um hálsinn á kosningavöku hennar sem fór fram í Grósku síðastliðið laugardagskvöld. Lífið 3.6.2024 20:01 Frábær stemming hjá Bylgjulestinni í Eyjum um helgina Bylgjulestin kom sér fyrir á hinu glæsilega Vigtartorgi við höfnina í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Fjölmenni var á torginu enda matarvagnar allt um kring og þrátt fyrir að sólina vantaði var virkilega góð stemmning eins og venjan er hjá heimafólki og gestum sem lögðu leið sína út í eyjuna. Lífið samstarf 3.6.2024 15:27 Húsbóndinn á Árbakka hafði aldrei heyrt um þriðju vaktina Óhætt er að segja að líf fjölskyldunnar á hestabúgarðinum á Árbakka snúist í kringum hesta. Hestamennskan sameinaði þau á áttunda áratugnum. Lífið 3.6.2024 15:00 Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. Tónlist 3.6.2024 14:26 Verum vakandi í umferðinni í sumar Enn eitt ferðasumarið er framundan með tilheyrandi ferðalögum landsmanna landshorna á milli. Umferðin á þjóðvegum landsins eykst með hverju árinu, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, og því hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að vera vel vakandi undir stýri. Lífið samstarf 3.6.2024 13:30 Þriðja stúlka Evu Laufeyjar og Hadda fædd og komin með nafn Eva Laufey Kjaran, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, og eiginmaður hennar Haraldur Haraldsson deildarstjóri Icelandair Cargo eignuðust stúlku 26. maí síðastliðinn. Stúlkan mætti á settum degi og sér fjölskyldan ekki sólina fyrir henni. Lífið 3.6.2024 13:11 Fyrrverandi eigandi Sóma vill 375 milljónir fyrir einbýlið Alfreð Hjaltason athafnamaður hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt í botnlanga í Garðabæ á sölu. Uppsett verð fyrir húsið eru 375 milljónir króna en húsið er einmitt 375,5 fermetrar að stærð. Lífið 3.6.2024 13:05 Pula í Króatíu er paradís heim að sækja Nýjasti áfangastaður Íslendinga er paradísin Pula í Króatíu. Aventura mun bjóða upp á beint flug þangað í sumar. Lífið samstarf 3.6.2024 11:35 Stjörnulífið: Hálsklútabyltingin, Gríman og brúðkaup í Boston Nýliðin vika var mögulega sú stærsta hingað til og það fór ekki framhjá neinum að Íslendingar völdu sér nýjan forseta um helgina. Stuðið var mikið hjá forsetaframbjóðendum en eðli málsins samkvæmt langmest í Grósku þar sem Halla Tómasdóttir fagnaði glæsilegum sigri. Þetta var þó ekki eini viðburðurinn í vikunni, en Gríman og Sjómannadagurinn voru einnig haldin hátíðleg svo eitthvað sé nefnt. Lífið 3.6.2024 10:54 Um tvöhundruð bækur komnar út á árinu - sumarbókavikan hefst í dag Sumarbókavikan hefst í dag, splunkunýtt átak Félags íslenskra bókaútgefenda til að efla sumarlestur Íslendinga. Rétt um tvöhundruð nýjar bækur hafa komið út það sem af er ári. Lífið samstarf 3.6.2024 10:18 „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. Lífið 3.6.2024 09:03 Upplifði svæsið einelti en er í dag yngsti læknir landsins Ragna Kristín Guðbrandsdóttir er við það að útskrifast úr læknanámi við Háskóla Íslands. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Ragna er einungis 23 ára. Erfið reynsla úr grunnskóla og veikindi föður hennar voru stærstu áhrifaþættirnir í vali hennar á námi. Læknisfræðin er ekki eina ástríða Rögnu því hún er einnig Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Lífið 3.6.2024 08:01 Steinunn vill fá Ásdísi með sér í „Kynbombuflokkinn“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leggur til að hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir stofni stjórnmálaflokk að nafni Kynbombuflokkurinn í kveðju sem hún birtir til Ásdísar á Facebook. Lífið 2.6.2024 19:43 GameTíví: Plorrinn spilar Fallout Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld heldur þátturinn Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, áfram á GameTíví. Leikjavísir 2.6.2024 19:30 Myndaveisla: Sjómannadagurinn í Reykjavík og Gummi Emil í koddaslag Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land með tilheyrandi herlegheitum. Hafsjór var af skemmtun í Reykjavík, þar sem boðið var upp á skemmtiatriði á tveimur sviðum á Granda. Lífið 2.6.2024 18:56 Dóttir Jolie og Pitt vill ekki heita Pitt lengur Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, dóttir stjörnuparsins fyrrverandi, Brad Pitt og Angelinu Jolie, sótti um að láta fjarlægja ættarnafn föður síns, Pitt, á átján ára afmælisdaginn sinn í liðinni viku. Lífið 2.6.2024 15:42 „Býr ekki lítil kerling innra með okkur öllum?“ Marta María Winkel, fréttastjóri dægurmála Morgunblaðsins og lífsstílssérfræðingur, veltir fyrir sér „slæðubyltingunni“ í hugleiðingum sem hún deilir með vinum sínum á Facebook. Lífið 2.6.2024 13:13 Davíð Helgason og Isabella eignuðust dreng Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isabella Lu Warburg eignuðust sitt annað barn saman 29. maí síðasliðinn. Fyrir eiga þau soninn Ágúst Lu sem er tveggja ára. Lífið 2.6.2024 10:09 „Ef við erum lausnamiðuð þá sköpum við tækifærin“ Röð atburða leiddi til þess að Kolbrún Róbertsdóttir tók stóra og djarfa ákvörðun árið 2012. Hún flutti til Spánar ásamt börnunum sínum þremur, og það eina sem höfðu meðferðis voru fimm ferðatöskur. Kolbrún lét hjartað ráða för og leyfði tækifærunum að koma til sín. Það borgaði sig á endanum; hún opnaði jógastúdíó við suður strönd Spánar. Lífið 2.6.2024 08:01 Krakkatían: Forsetaefni, Disney og tónlist Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Lífið 2.6.2024 07:01 Klæddu sig upp sem frambjóðendur Í einu metnaðarfyllsta kosningarpartýi kvöldsins klæddu allir gestir sig sem forsetaframbjóðendur. Berghildur Erla leit við og hitti „frambjóðendurna“. Lífið 2.6.2024 02:34 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. Lífið 2.6.2024 01:32 Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. Lífið 1.6.2024 23:25 Ofboðslega stolt af dóttur sinni Eygló Gunnþórsdóttir, móðir Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur, segist mjög stolt af dóttur sinni og segir hana hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni. Lífið 1.6.2024 23:07 Bannaði Snorra að kjósa Arnar Þór Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eru stödd á kosningavöku óháðra á Nasa og bíða spennt eftir að fyrstu tölur berist. Lífið 1.6.2024 22:40 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 334 ›
Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti. Tónlist 4.6.2024 09:01
Sígild hönnun frá Rosti verður 70 ára Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar. Lífið samstarf 4.6.2024 08:33
„Það eina sem ég vildi var bara að lifa“ „Ég var hræddur og ég vildi bara eiga líf. Það eina sem ég vildi var bara að lifa,“ segir tónlistarmaðurinn Ísak Morris sem hefur átt viðburðaríka ævi en segist nú loksins hafa fundið sig. Ísak hefur verið viðloðinn tónlist frá unglingsaldri og vinnur nú að plötu sem hann stefnir á að gefa út í sumar. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina, æskuna, fíknina, edrúmennskuna, ástina og margt fleira. Lífið 4.6.2024 07:02
Sturluð rödd gerði áheyrendur tryllta Þegar ég gekk út af tónleikum sópransöngkonunnar Lise Davidsen á laugardagskvöldið í Hörpu, kom til mín maður sem ég kannaðist ekki við. Hann spurði: „Hvernig skrifar maður eiginlega um svona?“ Ég svaraði: „Líklega bara með einu orði.“ Gagnrýni 4.6.2024 07:02
Hommahöllin til sölu Hommahöllin á Neskaupsstað hefur verið sett á sölu, en húsið er norskt kataloghús af fínustu sort. Húsið var síðast starfrækt sem menningarheimili með vinnustofum listamanna og fékk þá í kjölfarið viðurnefnið Hommahöllin. Lífið 3.6.2024 20:32
Klútabyltingin: Finndu þinn eigin Höllu-klút Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er að takast að gera hálsklúta að heitasta klæðnaði dagsins. Halla var fyrst með klút í fyrstu kappræðunum í byrjun maí. Síðan hefur klúturinn orðið eins konar einkennismerki stuðningmanna Höllu sem mættu margir með litla silkiklúta um hálsinn á kosningavöku hennar sem fór fram í Grósku síðastliðið laugardagskvöld. Lífið 3.6.2024 20:01
Frábær stemming hjá Bylgjulestinni í Eyjum um helgina Bylgjulestin kom sér fyrir á hinu glæsilega Vigtartorgi við höfnina í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Fjölmenni var á torginu enda matarvagnar allt um kring og þrátt fyrir að sólina vantaði var virkilega góð stemmning eins og venjan er hjá heimafólki og gestum sem lögðu leið sína út í eyjuna. Lífið samstarf 3.6.2024 15:27
Húsbóndinn á Árbakka hafði aldrei heyrt um þriðju vaktina Óhætt er að segja að líf fjölskyldunnar á hestabúgarðinum á Árbakka snúist í kringum hesta. Hestamennskan sameinaði þau á áttunda áratugnum. Lífið 3.6.2024 15:00
Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. Tónlist 3.6.2024 14:26
Verum vakandi í umferðinni í sumar Enn eitt ferðasumarið er framundan með tilheyrandi ferðalögum landsmanna landshorna á milli. Umferðin á þjóðvegum landsins eykst með hverju árinu, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, og því hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að vera vel vakandi undir stýri. Lífið samstarf 3.6.2024 13:30
Þriðja stúlka Evu Laufeyjar og Hadda fædd og komin með nafn Eva Laufey Kjaran, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, og eiginmaður hennar Haraldur Haraldsson deildarstjóri Icelandair Cargo eignuðust stúlku 26. maí síðastliðinn. Stúlkan mætti á settum degi og sér fjölskyldan ekki sólina fyrir henni. Lífið 3.6.2024 13:11
Fyrrverandi eigandi Sóma vill 375 milljónir fyrir einbýlið Alfreð Hjaltason athafnamaður hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt í botnlanga í Garðabæ á sölu. Uppsett verð fyrir húsið eru 375 milljónir króna en húsið er einmitt 375,5 fermetrar að stærð. Lífið 3.6.2024 13:05
Pula í Króatíu er paradís heim að sækja Nýjasti áfangastaður Íslendinga er paradísin Pula í Króatíu. Aventura mun bjóða upp á beint flug þangað í sumar. Lífið samstarf 3.6.2024 11:35
Stjörnulífið: Hálsklútabyltingin, Gríman og brúðkaup í Boston Nýliðin vika var mögulega sú stærsta hingað til og það fór ekki framhjá neinum að Íslendingar völdu sér nýjan forseta um helgina. Stuðið var mikið hjá forsetaframbjóðendum en eðli málsins samkvæmt langmest í Grósku þar sem Halla Tómasdóttir fagnaði glæsilegum sigri. Þetta var þó ekki eini viðburðurinn í vikunni, en Gríman og Sjómannadagurinn voru einnig haldin hátíðleg svo eitthvað sé nefnt. Lífið 3.6.2024 10:54
Um tvöhundruð bækur komnar út á árinu - sumarbókavikan hefst í dag Sumarbókavikan hefst í dag, splunkunýtt átak Félags íslenskra bókaútgefenda til að efla sumarlestur Íslendinga. Rétt um tvöhundruð nýjar bækur hafa komið út það sem af er ári. Lífið samstarf 3.6.2024 10:18
„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. Lífið 3.6.2024 09:03
Upplifði svæsið einelti en er í dag yngsti læknir landsins Ragna Kristín Guðbrandsdóttir er við það að útskrifast úr læknanámi við Háskóla Íslands. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Ragna er einungis 23 ára. Erfið reynsla úr grunnskóla og veikindi föður hennar voru stærstu áhrifaþættirnir í vali hennar á námi. Læknisfræðin er ekki eina ástríða Rögnu því hún er einnig Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Lífið 3.6.2024 08:01
Steinunn vill fá Ásdísi með sér í „Kynbombuflokkinn“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leggur til að hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir stofni stjórnmálaflokk að nafni Kynbombuflokkurinn í kveðju sem hún birtir til Ásdísar á Facebook. Lífið 2.6.2024 19:43
GameTíví: Plorrinn spilar Fallout Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld heldur þátturinn Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, áfram á GameTíví. Leikjavísir 2.6.2024 19:30
Myndaveisla: Sjómannadagurinn í Reykjavík og Gummi Emil í koddaslag Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land með tilheyrandi herlegheitum. Hafsjór var af skemmtun í Reykjavík, þar sem boðið var upp á skemmtiatriði á tveimur sviðum á Granda. Lífið 2.6.2024 18:56
Dóttir Jolie og Pitt vill ekki heita Pitt lengur Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, dóttir stjörnuparsins fyrrverandi, Brad Pitt og Angelinu Jolie, sótti um að láta fjarlægja ættarnafn föður síns, Pitt, á átján ára afmælisdaginn sinn í liðinni viku. Lífið 2.6.2024 15:42
„Býr ekki lítil kerling innra með okkur öllum?“ Marta María Winkel, fréttastjóri dægurmála Morgunblaðsins og lífsstílssérfræðingur, veltir fyrir sér „slæðubyltingunni“ í hugleiðingum sem hún deilir með vinum sínum á Facebook. Lífið 2.6.2024 13:13
Davíð Helgason og Isabella eignuðust dreng Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isabella Lu Warburg eignuðust sitt annað barn saman 29. maí síðasliðinn. Fyrir eiga þau soninn Ágúst Lu sem er tveggja ára. Lífið 2.6.2024 10:09
„Ef við erum lausnamiðuð þá sköpum við tækifærin“ Röð atburða leiddi til þess að Kolbrún Róbertsdóttir tók stóra og djarfa ákvörðun árið 2012. Hún flutti til Spánar ásamt börnunum sínum þremur, og það eina sem höfðu meðferðis voru fimm ferðatöskur. Kolbrún lét hjartað ráða för og leyfði tækifærunum að koma til sín. Það borgaði sig á endanum; hún opnaði jógastúdíó við suður strönd Spánar. Lífið 2.6.2024 08:01
Krakkatían: Forsetaefni, Disney og tónlist Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Lífið 2.6.2024 07:01
Klæddu sig upp sem frambjóðendur Í einu metnaðarfyllsta kosningarpartýi kvöldsins klæddu allir gestir sig sem forsetaframbjóðendur. Berghildur Erla leit við og hitti „frambjóðendurna“. Lífið 2.6.2024 02:34
Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. Lífið 2.6.2024 01:32
Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. Lífið 1.6.2024 23:25
Ofboðslega stolt af dóttur sinni Eygló Gunnþórsdóttir, móðir Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur, segist mjög stolt af dóttur sinni og segir hana hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni. Lífið 1.6.2024 23:07
Bannaði Snorra að kjósa Arnar Þór Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eru stödd á kosningavöku óháðra á Nasa og bíða spennt eftir að fyrstu tölur berist. Lífið 1.6.2024 22:40