Lífið

„Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“

Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragn­ari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn.

Lífið

Fyrst dó Guð svo ástin

„Guð er dáinn,” sagði þýski heim­spekingurinn Fri­edrich Nietzsche og vildi þannig lýsa hnignun grund­vallar­við­horfa og gilda í 19. aldar sam­fé­lagi, sem höfðu lengi byggst á föstum trúar­skoðunum. Nú 150 árum síðar slengja sumir fé­lags­fræðingar því sama fram um ástina. Og það er tækni­byltingin sem er að drepa hana að þeirra mati.

Lífið

„Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu“

Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason hefur starfað innan tískuheimsins í langan tíma og farðað hinar ýmsu stórstjörnur, á borð við Íslandsvinkonuna Katy Perry og Dua Lipa. Hann elskar hvað tískan er breytileg og hefur farið í gegnum ólík tímabil í klæðaburði en hallast núna að andro stíl og hefur alltaf verið hrifinn af litum og munstrum. Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Flottur harmoníkuleikari úr Skagafirði

Einn efnilegasti og flottasti harmoníkuleikari landsins, Jón Þorsteinn Reynisson, sem er úr Skagafirði en býr á Akureyri hefur nú lokið framhaldsnámi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í harmonikuleik. Hann spilar á takkaharmonikku.

Lífið

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“

Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

Tónlist

„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“

Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue

Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020.

Lífið

Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni

Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 

Menning

„Simmi kominn með kærustu“

Sig­mar Vil­hjálms­son er kominn með kærustu, ef marka má nýjasta hlaðvarpsþáttinn af 70 mínútum. Hugi Hall­dórs­son meðstjórnandi hans greindi upphaflega frá þessum gleðifréttum.

Lífið

Blake Lively á von á fjórða barninu

Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára,  leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði.

Lífið

Gátukvöld hjá Gameverunni

Það verður reynt á heilastarfsemina í streymi Gameverunnar í kvöld. Marín og Kalli ætla að rugla áhorfendur og hvort annað í First Class Escape. 

Leikjavísir

Tímaritið Variety frestar forsíðu Meghan Markle

Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar.

Lífið

Stofna minningar­sjóð Gunnars Karls

Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Lífið

Spartverjar á Íslandi

Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss.

Bíó og sjónvarp