Í tilkynningu er greint frá tíðindunum á skemmtilegan hátt með aðstoð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian:
USHER. LAS VEGAS. APPLE MUSIC HALFTIME SHOW. #SBLVIII https://t.co/Vh4qVbiAa4@Usher, @nfl, @rocnation, @nfloncbs pic.twitter.com/scsFio8FmO
— Apple Music (@AppleMusic) September 24, 2023
Ofurskálin, sem heitir á frummálinu Super bowl, hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti sjónvarpsviðburður heims. Æ fleiri hérlendis fylgjast með leiknum en margir hafa meiri áhuga á hálfleikstónleikunum, sem og tilheyrandi bandarískum veitingum sem áhorfendur gæða sér jafnan á í Ofurskálarpartíum.
„Það er heiður lífs míns að fá loksins að spila á Ofurskálartónleikum. Ég get ekki beðið eftir að færa heiminum tónleika, sem verða ólíkir nokkru öðru en fólk hefur séð af mér áður,“ er haft eftir Usher.
Usher, sem verður 45 ára í október, hefur lengi verið einn vinsælasti R&B söngvari heims. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 og hefur reglulega gefið út slagara frá þeim tíma. Margir vinsælustu tónlistarmenn heims hafa komið fram á Ofurskálartónleikunum, nú síðast söngkonan Rihanna sem sýndi óléttubumbu sína í fyrsta sinn á tónleikunum í febrúar en hún og rapparinn A$AP Rocky eignuðust sitt annað barn í síðasta mánuði.