

Bandaríska leikkonan Mindy Cohn segir að endurkoma grínþáttana Facts of Life hafi verið í pípunum. Þau plön hafi hins vegar fokið út um gluggann vegna græðgi einnar leikkonu í hópnum.
Anna Lilja Johansen athafnakona og Gestur Breiðfjörð Gestsson fjárfestir eru nýtt par.
Svo virðist sem Íslendingar hafi gefist upp á íslenskra sumrinu og flykkjast nú hver af öðrum út fyrir landssteinana í leit að sól og hækkandi hitastigi. Stjörnur landsins eru þar engin undantekning. Myndir af sólríkum ströndum, pálmatrjám og berum kroppum einkenna samfélagsmiðla þessa dagana.
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+ í sumar.
„Það er nákvæmlega ekkert sem útskýrir minn heilsubrest annað en þessi eina sprauta sem ég fékk þann 25. febrúar árið 2021,“ segir Sigrún Ólöf Karlsdóttir. Í dag eru 307 tilkynningar inni á borði Lyfjastofnunar vegna mála þar sem grunur er um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn COVID-19. Eitt af þeim er mál Sigrúnar Ólafar sem hefur fjórum sinnum fengið Covid-19.
Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga.
Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk.
Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti.
Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana deildi girnilegri uppskrift að prótein pönnukökum með karamelliseruðum bönunum á Instagram-síðu sinni á dögunum. Þegar veðrið leikur okkur grátt er fátt huggulegra en að eiga notalega stund og töfra fram ljúffengar pönnukökur.
Emilíana Björk er nítján ára augnhára-förðunarfræðingur. Hún segist stefna á nám í snyrtifræði í framtíðinni og dreymir um að reka sína eigin snyrtistofu. Mamma Emilíönu er fyrirmynd hennar í lífinu en Emilíana er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.
Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu.
Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, og kærastinn hennar Páll Orri Pálsson eru stödd í Cannes í Frakklandi þar sem þau njóta lífsins og sólarinnar saman.
Hjónin Emil Hallfreðsson og Ása María Reginsdóttir, eigendur Olifa, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Bjarmaland 24 í Reykjavík. Hjónin greiddu 330 milljónir fyrir eignina.
Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu blindu Barbie-dúkkuna. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins.
Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands.
Ester Ólafsdóttir, sem rak verslunina Pelsinn í miðbænum í rúmlega 40 ár ásamt eiginmanni sínum Karli J. Steingrímssyni heitnum, hefur sett sannkallað glæsihýsi í Laugardalnum á sölu. Húsið er skráð 316 fermetrar og ásett verð er 470 milljónir.
Kaffi á heimili foreldra tónlistarkonunnar Vigdísar Hafliðadóttur smakkaðist undarlega. Gömlu kaffivélinni var kennt um og þess vegna var ný vél fengin í staðinn, en þá kom raunverulegi sökudólgurinn í ljós. Hundamatur var búinn að koma sér fyrir með kaffibaununum sem skýrði skrýtna bragðið.
Hlauparar og aðstandendur geta í fyrsta sinn búið til persónuleg hlaupanúmer fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer þann 24. ágúst næstkomandi.
Anna María Sigurðardóttir jógakennari og Gestur Breiðfjörð fjárfestir hafa sett einbýlishús sitt við Votakur í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 2014 og þykir með þeim glæsilegri. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
„Ég myndi segja að sjálfstraustið hafi aukist verulega og á mjög líklega eftir að vaxa enn frekar,“ segir hin 22 ára Skagamær, Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, um þann ávinning sem undirbúningsferlið fyrir Ungfrú Ísland hefur fært henni. Hún segir orðið fegurðarsamkeppni ekki taka utan um alla þá vinnu sem fer fram á bakvið tjöldin.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech fögnuðu því í gær að eitt ár er liðið frá því að þau gengu í hjónaband við fallega athöfn á Íslandi.
„Mikið rosalega verður maður kærulaus í þessum hita,“ segir Aðalheiður móðir Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu gjarnan í myndbandi sem nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum hinnar síðarnefndu.
Við Bólstaðarhlíð í Reykjavík er að finna notalega og mikið endurnýjaða 150 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1957. Ásett verð er 126,5 milljónir.
„Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar.
Sigrún May Sigurjónsdóttir er tvítug og stundar nám í fatahönnun við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Samhliða náminu spilar hún fótbolta með meistaraflokki ÍR ásamt því að starfa sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. May, eins og hún er kölluð, er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.
Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða.
Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með.
Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eignuðust stúlku síðastliðinn föstudag. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.
Georg prins, elsti sonur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu, fagnar í dag ellefu ára afmæli sínu. Þau birtu nýja mynd af afmælisbarninu á samfélagsmiðlum sínum í tilefni þess.
Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason og unnusta hans Dóróthea Jóhannesdóttir létu skíra son sinn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Einar Freyr Arason.