Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 12:32 Þorfinnur og Ástrós lifa lífinu saman en í sitthvorri borginni. Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira