Körfubolti

Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“
„Þetta er byrjað að hitna, og ég held að þetta verði heitara,“ segir Pavel Ermolinskij um félagaskiptamarkaðinn í íslenska körfuboltanum, í nýjasta þætti GAZins.

Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“
Grindvíkingar hafa blásið í herlúðra í Bónus deildinni í körfubolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leikmanna. Einn þeirra er fyrrverandi NBA leikmaður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafsson, segir pirring hafa gert vart um sig í leikmannahópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.

„Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með tap liðsins gegn Haukum nú í kvöld. Þorleifur segir að sitt lið hafi verið lélegt í dag og að hann taki þetta tap á sig.

Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór
Njarðvík vann góðan útisigur á Hamar/Þór í Bónus-deild kvenna í kvöld. Gestirnir brutu 100 stiga múrinn og heimaliðið var ekki langt frá því.

Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“
Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook.

Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið
Topplið Hauka tók á móti Grindavík í lokaleik 16. umferðar Bónus-deildar kvenna í körfubolta nú í kvöld. Eftir spennandi leik fór svo að lokum að Haukar unnu sanngjarnan sigur 88-80 og koma sér því í 26 stig og sitja einar á toppnum.

Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila
JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, segist ef til vill hafa gert mistök með því nota Bronny James jafn mikið og hann gerði í leiknum gegn Philadelphia 76ers í nótt.

26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA
Nú þegar NBA leikmenn streyma að því virðist til landsins til að spila í Bónus deild karla í körfubolta hafa menn verið að velta því fyrir sér hver sé sá fyrsti.

Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi
Kim Caldwell tók sér bara nokkra daga í frí þrátt fyrir að hafa eignast barn á dögunum.

„Fokking aumingjar“
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun.

Stjarnan hreppti sjóaðan og sigursælan Slóvena
Besta lið Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur, Stjarnan, hefur bætt við sig þrautreyndum fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu nú þegar örfáir dagar eru í að félagaskiptaglugginn á Íslandi lokist.

Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“
Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Keflavík stakk af á Króknum og heldur sig við toppinn
Eftir jafnan fyrri hálfleik vann Keflavík stórsigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld, 97-69, í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi deildarsigur Þórs í röð
Þór Akureyri hélt sigurgöngu sinni í Bónus deild kvenna áfram í kvöld og vann tíunda leikinn í röð gegn Aþenu, neðsta liði deildarinnar sem hefur nú tapað síðustu átta leikjum. Lokatölur í Breiðholtinu 85-95.

Valur ofar eftir æsispennu
Valskonur höfðu betur gegn Stjörnunni í æsispennandi leik í Bónus-deild kvenna í körfubolta, 85-84, og eru því með tveimur stigum meira í 6. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Íslenska körfuboltalandsliðið mun reyna að komast til Katar 2027
NBA goðsögnin Carmelo Anthony tilkynnti hvar næsta heimsmeistaramót í körfubolta fer fram.

Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan
Mac McClung mætir aftur í troðslukeppni stjörnuleiks NBA sem fer fram í San Francisco 17. febrúar næstkomandi.

NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti
Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu.

Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni
Grindvíkingar hafa fengið góðan liðstyrk á síðustu dögum en tveir af efnilegustu leikmönnum félagsins undanfarin ár hafa ákveðið að snúa aftur heim.

Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann
Sápuóperan í kringum súperstjörnuna Jimmy Butler heldur áfram en hann vill ólmur losna frá Miami Heat og komast í nýtt lið í NBA deildinni í körfubolta.

„Þetta eru allt Keflvíkingar“
Lið Keflavíkur í Bónus-deild kvenna var rætt í þættinum Bónus Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Hamar/Þór. Systrabönd innan liðsins voru sérstaklega tekin fyrir.

„Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“
Álftanes vann langþráðan sigur í Bónus-deildinni þegar liðið lagði KR í síðustu umferð. Í Bónus Körfuboltakvöldi var rætt um breyttar áherslur í sóknarleik Álftnesinga.

Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin máttu sætta sig við súrt tap gegn Oldenburg í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.

„Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“
Leifur Steinn Árnason og Mate Dalmay verða seint sakaðir um að vera sammála um margt. Það kom enn og aftur í ljós í Lögmáli leiksins sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 í kvöld.

Ena Viso til Grindavíkur
Kvennalið Grindavíkur hefur fengið mikinn liðstyrk en hin danska Ena Viso hefur samið við liðið og klárar tímabilið í Smáranum.

KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs
Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins.

Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA
Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar raðir.

„Hann sem klárar dæmið“
„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild
„Þá kom Brittanny og tók yfir, hún skoraði eiginlega bara að vild,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um ótrúlega frammistöðu Brittanny Dinkins í sigri Njarðvíkur á Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum.

Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ
Guðbjörg Norðfjörð mun ekki gefa áfram kost á sér formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Þessu greindi hún frá á Facebook-síðu sinni í kvöld, laugardag.