
Íslenski boltinn

Vilja sjá Þórólf hugsa líka um konurnar: „Gæti gert þetta að ríkasta liði landsins“
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu Tindastólsliðið og lítinn áhuga bæjarfélagsins á liðinu sínu. Helena bar saman kvennafótboltalið Tindastóls og karlakörfuboltalið félagsins þar sem enginn vill missa af leik. Allt aðra sögu er að segja af kvennaliðinu.

Sjáðu frábært liðsmark FH, markaveislu Blika og Þrótt halda sig á toppnum
Heil umferð fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem efstu þrjú liðin unnu öll sína leiki. Nú má sjá öll mörkin úr umferðinni hér á Vísi.

Leik lokið: Þróttur - Þór/KA 2-0 | Þróttur með þriggja stiga forskot á toppnum
Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Uppgjör: Fram - Stjarnan 3-1 | Framarar sannfærandi
Framarar unnu sannfærandi sigur gegn Stjörnunni 3-1 á heimavelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum.

Uppgjörið: Breiðablik-FHL 6-0 | Sex Blikakonur á skotskónum
Breiðablik vann í dag mjög sannfærandi 6-0 sigur gegn FHL í 8. umferð Bestu deild kvenna.

Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni
Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni.

Gummi Ben fékk gullmerki Þórs afhent á Spáni
Guðmundur Benediktsson var sæmdur gullmerki Þórs í tilefni af 110 ára afmæli félagsins.

Blómstra á meðan Valskonur eru sögulega slakar
Stigasöfnun Vals í Bestu deild kvenna eftir átta umferðir er sú versta í sögu liðsins í tíu liða efstu deild til þessa. Á sama tíma eru leikmenn sem voru á mála hjá liðinu á síðasta tímabili í góðum málum við topp deildarinnar í öðrum liðum.

Framlengja við markahæsta manninn sinn
Ásgeir Sigurgeirsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár og er nú með samning við Akureyrarliðið út sumarið 2027.

Uppgjörið: Tindastóll-Valur 2-2 | Bið Valskvenna lengist enn
Tindastóll og Valur gerðu 2-2 jafntefli á Sauðárkróki í kvöld í fyrsta leik áttundu umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta. Bæði lið komust yfir í leiknum en Stólarnir voru 2-1 yfir í hálfleik.

Brynjar Björn í þjálfarateymi Víkings
Brynjar Björn Gunnarsson er komin inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Víkingi og hefur störf eftir landsleikjahlé.

Caroline kveður Þrótt og heldur heim til Bandaríkjanna
Caroline Murray er á förum frá toppliði Þróttar í Bestu deild kvenna til Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Hún verður með í næstu þremur leikjum en yfirgefur Laugardalinn þegar landsleikjahlé skellur á vegna EM.

Sjáðu fimm flottustu mörk maímánaðar
Erfitt er að lifa af landsleikjahlé en auðveldara er það með góðri afþreyingu. Vísir hefur tekið saman fimm flottustu mörk maí mánaðar í Bestu deild karla og þau má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Leiknir byrjar vel undir stjórn Gústa Gylfa og ÍR-ingar á toppinn
ÍR-ingar eru komnir á toppinn í Lengjudeild karla í fótbolta eftir sigur á Þrótturum í Breiðholtinu í kvöld. Leiknismenn komust upp úr botnsætinu í fyrsta leiknum undir stjórn Ágústs Gylfasonar.

Andri Már fékk tískuráð á stórleiknum á Kópavogsvelli
Blikar unnu góðan 3-1 sigur á Víkingum í stórleik síðustu umferðar í Bestu-deild karla.

Völdu þann leikmann í Bestu deildinni sem er líkastur þeim sjálfum
Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína áhugaverðra spurninga í síðasta þætti af Stúkunni.

Ágúst Gylfason snýr aftur í boltann og tekur við Leikni
Ágúst Gylfason er nýr þjálfari Lengjudeildarliðs Leiknis Reykjavíkur en félagið tilkynnti í dag að það hafi ráðið hann út þetta tímabil.

„Þá verður þú bara að taka höggin“
Lárus Orri Sigurðsson var alls ekki hrifinn af tilraunum varnarmanna Víkings til að krækja í aukaspyrnur í stórleiknum gegn Breiðabliki á sunnudaginn, í Bestu deild karla í fótbolta.

Bönnin þegar Besta hefst aftur: Víkingar missa lykilmann og Vestri án tveggja
Besta deild karla tekur sér nú tæplega tveggja vikna frí og hefst aftur að nýju eftir landsleikjahlé. Þá munu þó nokkrir lykilleikmenn taka út leikbann.

Pétur Rúnar á bekknum hjá Stólunum í 3. deildinni
Tindastóll hefur nú tapað þremur leikjum í röð í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með sex stig.

Ummæli Davíðs Smára ekki á borði aganefndar
Harkaleg ummæli Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn Vestra í Bestu deild karla í fótbolta eru ekki á borði aganefndar KSÍ, að minnsta kosti sem stendur.

Sýndu reiði Davíðs skilning en fannst hann fara yfir strikið
„Er ekki Davíð Smári aðeins að fara yfir línuna í þessu viðtali?“ spurði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, eftir orðin sem Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, lét falla í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn KR í Bestu deildinni.

„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin.

Umfjöllun: Valur-Fram 2-1 | Níu stig í Valshúsi á níu dögum
Valsmenn eru aðeins tveimur stigum frá toppsætinu eftir þriðja deildarsigur sinn í röð í kvöld. Valur vann þá 2-1 sigur á Fram á Hlíðarenda þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleiknum. Valsmenn unnu þrjá leiki á níu dögum og stimpluðu sig með því inn í toppbaráttuna.

Sjáðu miðjumark Sverris, tvennu Tobiasar, rautt á Alex og Atla stela sigri
Fimm leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í Hafnarfirði en mörk úr hinum fjórum leikjunum má finna hér fyrir neðan.

Dagskráin í dag: Litrík umferð gerð upp í Stúkunni
Gummi Ben og félagar fara yfir litríka tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld, í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Þetta mark átti ekki að telja“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er sannfærður um að þriðja markið í 3-1 tapi liðsins gegn Breiðabliks hefði ekki átt að standa. Bæði hafi Tobias Thomsen verið rangstæður og brotið af sér.

Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 3-1 | Allt í hnút á toppnum
Víkingar eru nú aðeins með eins stigs forskot á Blika á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir að Breiðablik vann frábæran 3-1 sigur í uppgjöri liðanna á Kópavogsvelli í kvöld, í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé.

„Erum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra“
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var með blendnar tilfinningar eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli þar sem KA jafnaði leikinn undir lok leiks. Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk að líta rautt spjald seint í fyrri hálfleik og lék KA því manni fleira stóran hluta leiksins.

Uppgjörið: FH - Afturelding 0-0| Markalaust í bragðdaufum leik
FH tók á móti Aftureldingu á Kaplakrikavelli í kvöld þegar tíunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. Í heldur bragðdaufum leik þá enduðu leikar með markalausu jafntefli.