Íslenski boltinn

Einn fljótasti leik­maður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björg Gunnlaugsdóttir verður í röndóttum búningi og áfram í Bestu deildinni næsta sumar.
Björg Gunnlaugsdóttir verður í röndóttum búningi og áfram í Bestu deildinni næsta sumar. @throttur

Þróttarar hafa fengið góða sendingu að austan því hin stórefnilega Björg Gunnlaugsdóttir hefur gert samning við félagið.

Björg lék með FHL í Bestu deildinni í sumar en liðið féll úr deildinni. Björg var með eitt mark og þrjár stoðsendingar í 21 leik.

Markið skoraði hún einmitt í 2-2 jafntefli á móti Þrótt á verðandi heimavelli sínum í Laugardalnum.

Þróttarar sögðu frá þessum flotta liðsstyrk á miðlum sínum og sýndu einmitt þetta umrædda mark Bjargar.

Björg verður ekki tvítug fyrr en á næsta ári en hefur engu að síður spilað yfir hundrað meistaraflokksleiki fyrir FHL þar af 48 þeirra í B-deildinni.

Björg hefur yfir miklum hraða að ráða og er án efa einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar.

Björg er með sjö landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og ætti að vera mikill fengur fyrir lið Þróttar. Eldri systir hennar er Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem spilar með Íslandsmeistaraliði Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×