Íslenski boltinn

Segir dökk ský yfir ís­lensku knatt­spyrnu­hreyfingunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Þorsteinsson var framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands frá 1997 til 2007 og síðan formaður frá árinu 2007 til ársins 2017.
Geir Þorsteinsson var framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands frá 1997 til 2007 og síðan formaður frá árinu 2007 til ársins 2017. VÍSIR/ANTON

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur áhyggjur af stöðu fjármála Knattspyrnusambands Íslands eftir að hafa setið formanna- og framkvæmdastjórnarfund KSÍ um helgina.

Geir skrifaði pistil á fésbókinni í kvöld þar sem hann veltir þessum hlutum fyrir sér. Fyrirsögnin er svo sannarlega sláandi eða „Dökk ský yfir knattspyrnuhreyfingunni.“

Geir segir að þar hafi verið lagðar fram tillögur frá forystu KSÍ um allt að hundruð milljóna króna álögur á aðildarfélög KSÍ á næstu árum.

„Vægast sagt slæm tíðindi að flaggskip íslenskrar knattspyrnu, sem hlýtur árlega gríðarlega styrki bæði frá UEFA og FIFA, sé komið í þennan vanda. Það sem meira er, þessir styrkir UEFA og FIFA munu hækka verulega á komandi árum,“ skrifaði Geir.

„KSÍ hefur blásið út, bæði hvað varðar landslið og skrifstofuhald. Þar eiga menn að byrja, sníða sé stakk eftir vexti og vitanlega verða tekjur minni þegar leikið er í C-deild en ekki A-deild,“ skrifaði Geir.

„Í stað þess að horfast í augu við vandann og skera hressilega niður á að halda áfram að mestu á sömu braut útgjalda og nú eiga aðildarfélögin að taka á sig,,réttlátan” hluta kostnaðar við rekstur KSÍ innanlands. KSÍ var stofnað til að halda Íslandsmót, en nú er það að áliti sumra orðið baggi á knattspyrnuhreyfingunni og kominn tími til að aðildarfélögin greiði sanngjarnt,,afnotagjald” til knattspyrnusambandsins,“ skrifaði Geir eins og má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×