Innlent

Sólin geri lítið gagn til upp­hitunar

Útlit er fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu um helgina og litlar breytingar frá því sem verið hefur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Innlent

Stöðvuðu öku­mann sem reyndist vera eftir­lýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess.

Innlent

Mygla í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna

Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum.

Innlent

Djúp hola á æfingavelli Grinda­víkur

Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings.

Innlent

Krefjast tafar­lausra við­bragða við voða­verkum á Gasa

Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni.

Innlent

Allt niður í tveggja tíma fyrir­vari á eld­gosi

Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ástandið á Gasa er fordæmalaust og samfélagið að hruni komið að sögn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Mótmælendur gerðu aðsúg að utanríkisráðherra á fundi um mannréttindasáttmálann í dag.

Innlent

Mildari dómur í nauðgunar­máli vegna Landsréttarmálsins

Landsréttur hefur mildað dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað árið í júní 2015. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á þessu ári að málið skyldi tekið upp á ný, og Landsréttur gaf manninum í dag átján mánaða fangelsisdóm.

Innlent

Upp­færa hættu­mat­skort í Grinda­vík

Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi.

Innlent

Töf á við­gerð á vatnslögninni vegna veðurs

Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs.

Innlent

Klám­plága og kyn­ferðis­legt of­beldi tröll­ríður Akur­eyri

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, ætlar að óska eftir umræðu í bæjarstjórn um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið vill hún leggja fram tillögur um áætlun til að sporna við fótum gegn kynferðisofbeldi sem er algengara á Akureyri en annars staðar.

Innlent

Leigutorg opnað fyrir Grind­víkinga

Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 

Innlent

Mót­mælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna

Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst.

Innlent

Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í tal­máli ung­linga

Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 

Innlent

Með kókaínið falið í fjórum niður­suðu­dósum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan erlendan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Brussel í Belgíu og hafði falið efnin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku sinni.

Innlent