„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2025 22:47 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi. Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira