Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 14:52 Ágústa flutti tilfinningaþrungna ræðu í þinginu í dag. Skjáskot/Vefur Alþingis Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis. „Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent