
Innlent

Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs.

Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal
Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu.

Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðhafði sérstakt Ofurskálareftirlit í nótt, í tengslum við leik Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Alls voru 195 stöðvaðir og tveir reyndust undir áhrifum.

Margar slæmar holur á Hellisheiði
Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga.

Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum
Fyrirtækið Reykjavík Ice sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís. Ottó Magnússon rekur fyrirtækið og býr til alla skúlptúrana sjálfur í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrsta skref er að búa til blokkirnar sem hann gerir skúlptúrana síðan úr.

Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu
Móðir hafði samband við lögreglu vegna líkamsárásar á son hennar í Mjóddinni. Samkvæmt móðurinni voru þrír drengir sem réðust á son hennar með höggum í andlitið og reyndu að hafa af honum úlpuna sem hann var í en án árangurs.

Býður sig fram til formanns Siðmenntar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sækist eftir formennsku í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt.

Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum
Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu.

Útilokar ekki frekari aðgerðir
Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir.

Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir.

Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna
Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi.

Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt
Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt.

Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð
Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins.

Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina
Mikil leynd virðist ríkja yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík eftir að borgarstjóri sleit samstarfi meirihlutans fyrir helgi. Tvennum sögum fer af því hver nefndi slit fyrst, í dramatísku fundarhléi meirihlutans á borgarstjórnarfundi.

Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi.

Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri.

Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum
Auknar líkur eru á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum en úrkomusamt veður verður bæði þar og á Snæfellsnesi í dag og nótt. Úrkoman er aðallega í formi rigningar en við hana bætist svo yfirborðsrennsli vegna leysinga. Gular viðvaranir eru í gildi á svæðinu vegna sunnan hvassviðris.

Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni
Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré.

Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr
Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka.

Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir útspil formanns Flokks fólksins hafa komið verulegu á óvart enda sé það tengt atburðum sem tengjast borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti. Samstarf flokkanna tveggja hafi verið mjög gott, málefnalegur samhljómur mikill og meirihlutaviðræður gengið vel.

Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina
Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta.

Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig
„Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“

Einar segir allt hafa verið stopp í borginni
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins fór yfir meirahlutaslitin Sprengisandi á Bylgjunni áðan.

Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta.

Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi
Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið?

Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi
Rafmagnslaust er vegna bilunar í Asparfelli, Yrsufelli og Þórufelli. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum er unnið er að viðgerð. Fyrsta tilkynning um bilunina kom í nótt klukkan 02:36.

Sex í fangaklefa í nótt
Sex gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan sinnti 61 máli á tímabilinu 17 til fimm í nótt.

Borgarstjóri hafi plottað yfir sig
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki.

Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl
Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag.

Líst vel á samstarf með Flokki fólksins
Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum.