Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 13:02 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Sýn Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“ Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“
Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent