Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 23:52 Dóra Björt gleðst yfir því að sjá Pírata mælast inni á þingi, og þakkar það verkum starfandi sveitarstjórnafulltrúa. Píratar féllu af þingi í Alþingiskosningunum í nóvember á síðasta ári. Vísir/Arnar Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið. Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið.
Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent