Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 23:52 Dóra Björt gleðst yfir því að sjá Pírata mælast inni á þingi, og þakkar það verkum starfandi sveitarstjórnafulltrúa. Píratar féllu af þingi í Alþingiskosningunum í nóvember á síðasta ári. Vísir/Arnar Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið. Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið.
Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira