Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 23:52 Dóra Björt gleðst yfir því að sjá Pírata mælast inni á þingi, og þakkar það verkum starfandi sveitarstjórnafulltrúa. Píratar féllu af þingi í Alþingiskosningunum í nóvember á síðasta ári. Vísir/Arnar Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið. Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Fylgi flokkanna er nokkuð óbreytt frá síðustu mánuðum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast enn stærst, en þar á eftir kemur Viðreisn sem tapar tæplega tveimur prósentustigum. Miðflokkur og Framsókn eru á sama róli og mánuðinn á undan, en Flokkur fólksins stendur í stað, og er langt frá kjörfylgi sínu. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi, en það gera Píratar, sem féllu af þingi í nóvember, líkt og VG. Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fylgja þar á eftir. Aðrir flokkar mælast undir tíu prósentum, sumir inni á þingi, en aðrir ekki.Vísir/Sara Telur kjósendur taka eftir góðum verkum Oddviti Pírata í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í meirihluta og með þrjá borgarfulltrúa segir niðurstöðurnar ánægjulegar. „Það er gaman að sjá að það er tekið eftir góðum störfum þó starfandi kjörinna fulltrúa í þágu Pírata, íbúa og samfélagsins alls, og að við séum að gera góða hluti sem stöndum í stafni,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Ákall sé eftir umræðu um loftslagsmál, grænar samgöngur og viðkvæma hópa í samfélaginu. „Við höfum verið sterk rödd mannréttinda og jafnréttis, og ég held að fólk viti það.“ Gæti séð fyrir séð formannsframboð Á aðalfundi Pírata um helgina var ákveðið að taka upp formannsembætti, en flokkurinn hefur ekki haft formann til þessa. Hann verður kjörinn á aukaaðalfundi í haust, en enginn hefur gefið kost á sér enn sem komið er. Gætir þú séð fyrir þér að taka það að þér? „Ja, ég auðvitað ætti að vera tilbúin til þess ef fólk myndi treysta mér til þess. Ég held að það séu margir einstaklingar sem gætu gegnt því embætti innan okkar raða. Mér finnst kannski eðlilegt að þessir hlutir hangi saman, hvort ég hyggst bjóða mig aftur fram sem oddviti og þá væri kannski eðlilegt að ég myndi gefa kost á mér sem formaður. Við verðum kannski bara aðeins að sjá hvað verður í því,“ segir Dóra Björt. Síðastliðinn fimmtudag birtust fréttir þess efnis að Dóra hefði ákveðið að láta gott heita, og hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Hún segir það ekki rétt. Hún hafi enga ákvörðun tekið um framhaldið.
Píratar Skoðanakannanir Borgarstjórn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?