Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 11:59 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur áhyggjur af stöðu mála í Evrópu. Vísir/Lýður Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34