Erlent Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. Erlent 30.8.2022 08:17 Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Erlent 30.8.2022 08:04 Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur. Erlent 30.8.2022 07:45 Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir átök írakskra öryggissveita og stuðningsmanna valdamikils sjíaklerks í höfuðborginni Bagdad. Átökin blossuðu upp eftir að klerkurinn, Moqtada al-Sadr, tilkynnti að hann væri hættur í stjórnmálum. Erlent 30.8.2022 06:46 Nota gervigreind til að finna ótilkynntar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til þess að finna sundlaugar í einkaeigu sem eigendur hafa ekki tilkynnt um. Gervigreindin hefur fundið yfir tuttugu þúsund sundlaugar í landinu hingað til. Erlent 29.8.2022 23:37 Þrír látnir eftir skotárás í matvörubúð í Oregon Þrír létu lífið í gærkvöldi í skotárás í matvörubúð í bænum Bend í Oregon. Grunaður árásarmaður er meðal þeirra látnu. Erlent 29.8.2022 22:19 Minnst 27 sentímetra hækkun sjávarmáls óumflýjanleg Búist er við 27 sentímetra hækkun á sjávarmáli að lágmarki vegna yfirvofandi bráðnunar jökulhetta á Grænlandi í kjölfar frekari hlýnunar jarðar. Þessi hækkun er sögð ekki taka til greina bráðnun annarsstaðar í heiminum en sú frá Grænlandi myndi ein valda fyrrnefndri hækkun enda um mikið magn íss að ræða eða 110 billjón tonn. Erlent 29.8.2022 20:08 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. Erlent 29.8.2022 19:47 Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. Erlent 29.8.2022 17:42 Talinn hafa ætlað að stela ljónsungum en var drepinn Maður var drepinn af ljónum í dýragarði í Gana, eftir að hann fór yfir girðingu í dýragarði í Accra, höfuðborg landsins, í gær. Talið er að maðurinn hafi mögulega ætlað að stela tveimur sjaldgæfum hvítum hvolpum sem hafa vakið mikla athygli í dýragarðinum. Erlent 29.8.2022 15:01 Flaggskip breska flotans vélarvana Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Erlent 29.8.2022 14:32 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. Erlent 29.8.2022 11:24 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. Erlent 29.8.2022 10:51 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Erlent 29.8.2022 09:31 Hollenskur sérsveitarmaður lést af sárum sínum eftir skotárás í Bandaríkjunum Hollenskur sérsveitarmaður er látinn eftir að hann særðist alvarlega í skotárás fyrir utan hótel, sem hann dvaldi á, í Indianapolis í Bandaríkjunum fyrir þremur dögum síðan. Erlent 29.8.2022 08:16 Elandantílópa varð starfsmanni í dýragarði Eylands að bana Starfsmanni í dýragarði á Eylandi í Svíþjóð var banað af elandantílópu í gær. Antílópan stakk manninn á hol þar sem hann var við störf sín. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Erlent 29.8.2022 08:03 Flugmenn Air France í straff eftir átök í flugstjórnarklefa Tveimur flugmönnum hjá franska flugfélaginu Air France hefur tímabundið verið vikið frá störfum eftir að til átaka kom milli þeirra inni í flugstjórnarklefanum í miðju flugi. Erlent 29.8.2022 07:27 Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. Erlent 29.8.2022 06:36 Starfsmaður dýragarðs í Svíþjóð lést eftir árás dýrs Starfsmaður dýragarðsins í Öland í Svíþjóð lést í dag við störf sín. Garðinum var lokað í kjölfarið en ekki er búið að greina frá því hvaða dýr maðurinn var að sjá um þegar atvikið átti sér stað. Erlent 28.8.2022 23:45 „Frumbygginn í holunni“ er látinn Maður sem hefur ávallt verið kallaður „frumbygginn í holunni“ og bjó í Amason-regnskóginum allt sitt líf er látinn. Hann var síðasti meðlimur ættbálks síns sem enn var á lífi. Erlent 28.8.2022 22:24 Hundrað metra háhýsi felld og þúsundir fylgdust með Gríðarlegur viðbúnaður var í úthverfi Nýju-Delí á Indlandi í dag þegar tvö háhýsi voru sprengd í loft upp. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að blokkirnar skyldu jafnaðar við jörðu þar sem þær uppfylltu ekki byggingareglugerðir. Erlent 28.8.2022 21:48 Fyrrverandi konditor Hvíta hússins er látinn Roland Mesnier, fyrrverandi konditor Hvítahússins, lést á föstudaginn eftir skammvinn veikindi, 78 ára að aldri. Mesnier matreiddi ljúffengt góðgæti ofan í fimm Bandaríkjaforseta á ævi sinni. Erlent 28.8.2022 21:05 Hollenskir hermenn skotnir við hótel í Indianapolis Þrír hollenskir hermenn fundust með skotsár fyrir utan hótel í borginni Indianapolis í Indiana-ríki í nótt. Mennirnir voru staddir í borginni vegna æfinga hersins á svæðinu. Erlent 28.8.2022 18:08 Dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar Safnkort af hafnaboltastjörnunni Mickey Mantle seldist í dag á uppboði á 12,6 milljónir dollara, tæpan 1,8 milljarð íslenskra króna. Með sölunni varð spjaldið að dýrasta hafnaboltaspjaldi sögunnar. Erlent 28.8.2022 17:33 Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum. Erlent 28.8.2022 14:31 Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Erlent 28.8.2022 09:44 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. Erlent 27.8.2022 22:09 Leystu 34 ára gamalt mál eftir að morðinginn sleikti umslag Lögreglunni í Pennsylvaníu tókst nýlega að leysa morðmál 34 árum eftir að morðið átti sér stað. Upp komst um morðingjann þar sem hann sleikti umslag bréfs sem hann sendi lögreglunni. Erlent 27.8.2022 21:31 Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27.8.2022 21:06 Telja sig hafa fundið bein úr stærstu risaeðlu sögunnar Fornleifafræðingar telja að risaeðlubein sem fundust í Portúgal árið 2017 gætu verið úr stærstu risaeðlutegund sögunnar. Enn er unnið að uppgrefti beinanna en aldrei hafa bein úr stærri risaeðlu fundist í Evrópu. Erlent 27.8.2022 20:31 « ‹ 233 234 235 236 237 238 239 240 241 … 334 ›
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. Erlent 30.8.2022 08:17
Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Erlent 30.8.2022 08:04
Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur. Erlent 30.8.2022 07:45
Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir átök írakskra öryggissveita og stuðningsmanna valdamikils sjíaklerks í höfuðborginni Bagdad. Átökin blossuðu upp eftir að klerkurinn, Moqtada al-Sadr, tilkynnti að hann væri hættur í stjórnmálum. Erlent 30.8.2022 06:46
Nota gervigreind til að finna ótilkynntar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til þess að finna sundlaugar í einkaeigu sem eigendur hafa ekki tilkynnt um. Gervigreindin hefur fundið yfir tuttugu þúsund sundlaugar í landinu hingað til. Erlent 29.8.2022 23:37
Þrír látnir eftir skotárás í matvörubúð í Oregon Þrír létu lífið í gærkvöldi í skotárás í matvörubúð í bænum Bend í Oregon. Grunaður árásarmaður er meðal þeirra látnu. Erlent 29.8.2022 22:19
Minnst 27 sentímetra hækkun sjávarmáls óumflýjanleg Búist er við 27 sentímetra hækkun á sjávarmáli að lágmarki vegna yfirvofandi bráðnunar jökulhetta á Grænlandi í kjölfar frekari hlýnunar jarðar. Þessi hækkun er sögð ekki taka til greina bráðnun annarsstaðar í heiminum en sú frá Grænlandi myndi ein valda fyrrnefndri hækkun enda um mikið magn íss að ræða eða 110 billjón tonn. Erlent 29.8.2022 20:08
Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. Erlent 29.8.2022 19:47
Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. Erlent 29.8.2022 17:42
Talinn hafa ætlað að stela ljónsungum en var drepinn Maður var drepinn af ljónum í dýragarði í Gana, eftir að hann fór yfir girðingu í dýragarði í Accra, höfuðborg landsins, í gær. Talið er að maðurinn hafi mögulega ætlað að stela tveimur sjaldgæfum hvítum hvolpum sem hafa vakið mikla athygli í dýragarðinum. Erlent 29.8.2022 15:01
Flaggskip breska flotans vélarvana Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Erlent 29.8.2022 14:32
Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. Erlent 29.8.2022 11:24
Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. Erlent 29.8.2022 10:51
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Erlent 29.8.2022 09:31
Hollenskur sérsveitarmaður lést af sárum sínum eftir skotárás í Bandaríkjunum Hollenskur sérsveitarmaður er látinn eftir að hann særðist alvarlega í skotárás fyrir utan hótel, sem hann dvaldi á, í Indianapolis í Bandaríkjunum fyrir þremur dögum síðan. Erlent 29.8.2022 08:16
Elandantílópa varð starfsmanni í dýragarði Eylands að bana Starfsmanni í dýragarði á Eylandi í Svíþjóð var banað af elandantílópu í gær. Antílópan stakk manninn á hol þar sem hann var við störf sín. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Erlent 29.8.2022 08:03
Flugmenn Air France í straff eftir átök í flugstjórnarklefa Tveimur flugmönnum hjá franska flugfélaginu Air France hefur tímabundið verið vikið frá störfum eftir að til átaka kom milli þeirra inni í flugstjórnarklefanum í miðju flugi. Erlent 29.8.2022 07:27
Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. Erlent 29.8.2022 06:36
Starfsmaður dýragarðs í Svíþjóð lést eftir árás dýrs Starfsmaður dýragarðsins í Öland í Svíþjóð lést í dag við störf sín. Garðinum var lokað í kjölfarið en ekki er búið að greina frá því hvaða dýr maðurinn var að sjá um þegar atvikið átti sér stað. Erlent 28.8.2022 23:45
„Frumbygginn í holunni“ er látinn Maður sem hefur ávallt verið kallaður „frumbygginn í holunni“ og bjó í Amason-regnskóginum allt sitt líf er látinn. Hann var síðasti meðlimur ættbálks síns sem enn var á lífi. Erlent 28.8.2022 22:24
Hundrað metra háhýsi felld og þúsundir fylgdust með Gríðarlegur viðbúnaður var í úthverfi Nýju-Delí á Indlandi í dag þegar tvö háhýsi voru sprengd í loft upp. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að blokkirnar skyldu jafnaðar við jörðu þar sem þær uppfylltu ekki byggingareglugerðir. Erlent 28.8.2022 21:48
Fyrrverandi konditor Hvíta hússins er látinn Roland Mesnier, fyrrverandi konditor Hvítahússins, lést á föstudaginn eftir skammvinn veikindi, 78 ára að aldri. Mesnier matreiddi ljúffengt góðgæti ofan í fimm Bandaríkjaforseta á ævi sinni. Erlent 28.8.2022 21:05
Hollenskir hermenn skotnir við hótel í Indianapolis Þrír hollenskir hermenn fundust með skotsár fyrir utan hótel í borginni Indianapolis í Indiana-ríki í nótt. Mennirnir voru staddir í borginni vegna æfinga hersins á svæðinu. Erlent 28.8.2022 18:08
Dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar Safnkort af hafnaboltastjörnunni Mickey Mantle seldist í dag á uppboði á 12,6 milljónir dollara, tæpan 1,8 milljarð íslenskra króna. Með sölunni varð spjaldið að dýrasta hafnaboltaspjaldi sögunnar. Erlent 28.8.2022 17:33
Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum. Erlent 28.8.2022 14:31
Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Erlent 28.8.2022 09:44
Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. Erlent 27.8.2022 22:09
Leystu 34 ára gamalt mál eftir að morðinginn sleikti umslag Lögreglunni í Pennsylvaníu tókst nýlega að leysa morðmál 34 árum eftir að morðið átti sér stað. Upp komst um morðingjann þar sem hann sleikti umslag bréfs sem hann sendi lögreglunni. Erlent 27.8.2022 21:31
Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27.8.2022 21:06
Telja sig hafa fundið bein úr stærstu risaeðlu sögunnar Fornleifafræðingar telja að risaeðlubein sem fundust í Portúgal árið 2017 gætu verið úr stærstu risaeðlutegund sögunnar. Enn er unnið að uppgrefti beinanna en aldrei hafa bein úr stærri risaeðlu fundist í Evrópu. Erlent 27.8.2022 20:31