Jakob Elleman-Jensen hættir í stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2023 07:57 Jakob Ellemann-Jensen tók við sem formaður Venstre árið 2019 af Lars Lökke Rasmussen, núverandi utanríkisráðherra Danmerkur og fyrrverandi forsætisráðherra. Getty Jakob Elleman-Jensen, efnahagsmálaráðherra Danmerkur og formaður stjórnarflokksins Venstre, hyggst hætta sem formaður Venstre og segja skilið verið stjórnmálin. Leiðtogar í Venstre hafa boðað til fréttamannafundar klukkan tíu að dönskum tíma, eða átta að íslenskum tíma, en Ekstrabladet segir frá því að Elleman-Jensen muni þar tilkynna að hann muni hætta sem formaður og í stjórnmálum. Blaðið segir ennfremur frá því að hrókeringar í ríkisstjórninni, sem munu fylgja afsögninni, verði kynntar síðar í dag. Jakob Ellemann-Jensen, efnahagsráðherrann Troels Lund Poulsen og Stephanie Lose, varaformaður Venstre, verða viðstödd á blaðamannafundinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Venstre. Ellemann-Jensen hefur verið leiðtogi Venstre árið 2019 og varð varnarmálaráðherra þegar Jafnaðarflokkurinn, Venstre og Moderaterne mynduðu saman samsteypustjórn í desember síðastliðinn. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiðir ríkisstjórnina. Elleman-Jensen fór í veikindaleyfi frá í febrúar á þessu ári og til ágústmánaðar og var Lund Poulsen þá starfandi varnarmálaráðherra. Nokkuð hefur gustað um Elleman-Jensen síðustu mánuði eftir að hann baðst afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit. Í lok ágúst var tilkynnt að Elleman-Jensen og Lund Poulsen myndu hafa stólaskipti þannig að Elleman-Jensen varð efnahagsráðherra og Lund Poulsen varnarmálaráðherra. Jakob Ellemann Jensen er sonur Uffe Elleman-Jensen, sem var formaður Venstre á árunum 1984 til 1998 og utanríkisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Uppfært 8:30: Á blaðamannafundinum kom fram að Lund Poulsen muni tímabundið taka við skyldum Elleman-Jensen sem ráðherra, það er skyldum aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsmálaráðherra. Þá muni Lund taka tímabundið við skyldum hans sem formaður Venstre. Danmörk Tengdar fréttir Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Leiðtogar í Venstre hafa boðað til fréttamannafundar klukkan tíu að dönskum tíma, eða átta að íslenskum tíma, en Ekstrabladet segir frá því að Elleman-Jensen muni þar tilkynna að hann muni hætta sem formaður og í stjórnmálum. Blaðið segir ennfremur frá því að hrókeringar í ríkisstjórninni, sem munu fylgja afsögninni, verði kynntar síðar í dag. Jakob Ellemann-Jensen, efnahagsráðherrann Troels Lund Poulsen og Stephanie Lose, varaformaður Venstre, verða viðstödd á blaðamannafundinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Venstre. Ellemann-Jensen hefur verið leiðtogi Venstre árið 2019 og varð varnarmálaráðherra þegar Jafnaðarflokkurinn, Venstre og Moderaterne mynduðu saman samsteypustjórn í desember síðastliðinn. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiðir ríkisstjórnina. Elleman-Jensen fór í veikindaleyfi frá í febrúar á þessu ári og til ágústmánaðar og var Lund Poulsen þá starfandi varnarmálaráðherra. Nokkuð hefur gustað um Elleman-Jensen síðustu mánuði eftir að hann baðst afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit. Í lok ágúst var tilkynnt að Elleman-Jensen og Lund Poulsen myndu hafa stólaskipti þannig að Elleman-Jensen varð efnahagsráðherra og Lund Poulsen varnarmálaráðherra. Jakob Ellemann Jensen er sonur Uffe Elleman-Jensen, sem var formaður Venstre á árunum 1984 til 1998 og utanríkisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Uppfært 8:30: Á blaðamannafundinum kom fram að Lund Poulsen muni tímabundið taka við skyldum Elleman-Jensen sem ráðherra, það er skyldum aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsmálaráðherra. Þá muni Lund taka tímabundið við skyldum hans sem formaður Venstre.
Danmörk Tengdar fréttir Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36