Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 20:23 Abdesalem Lassoued flúði úr fangelsi í Túnis árið 2011 og sigldi eftir það til Ítalíu. Hann hafði síðan flakkað um Evrópu og endaði í Belgíu þar sem hann skaut tvo til bana. AP Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara. Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis. Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis.
Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49
Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41
Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10