Fótbolti

Orri Sigurður kallar leik­mann Fram ræfil

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Íslenski boltinn

Fá annað tæki­færi: Lengd fram­lengingar kærð

Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Arnór Ingvi skoraði eitt og annað dæmt af

Arnór Ingvi Traustason átti virkilega góðan leik þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld. Arnór Ingvi skoraði mark sinna manna og bætti öðru við sem var því miður dæmt af vegna rangstöðu.

Fótbolti

Ör­lög HK ráðast í Laugar­dal

Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal.

Íslenski boltinn

Al­gjör perla Jóhanns gegn sveinum Gerrards

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórbrotið mark fyrir Al Orobah í sætum sigri á lærisveinum Stevens Gerrard, Al Ettifaq, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld.

Fótbolti

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK

Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

Íslenski boltinn

„Dæmið okkur eftir eftir næstu sjö leiki“

Arne Slot, þjálfari Liverpool, var sáttur með sigur sinna manna á Chelsea í dag en segir ekki tímabært að dæma liðið strax. Liðið hefur unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn hans og er á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

Fótbolti

„Ég trúi þessu ekki enn­þá“

Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni.

Íslenski boltinn

„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“

Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum.

Íslenski boltinn

Auð­velt hjá Börsungum gegn Sevilla

Barcelona er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið fór létt með Sevilla í kvöld í leik sem sumir héldu að yrði ef til vill einhverskonar prófsteinn fyrir Börsunga.

Fótbolti