Fótbolti

Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.

Íslenski boltinn

Meistararnir byrja titil­vörnina gegn Jóa Berg og fé­lögum

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins.

Fótbolti

Chelsea hafnaði til­boði Man United í Mount

Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri.

Enski boltinn

„Þetta er menningin þeirra og maður þarf að komast hratt inn í hana“

„Það er táragas og gassprengjur frá Lögreglunni á vellinum,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Panathinaikos í Grikklandi. Hann segir stuðningsmenn þar ansi líflega. Hann undirbýr sig nú fyrir leikina mikilvægu með íslenska landsliðinu og segir Åge Hareide, landsliðsþjálfara vera á réttri leið með liðið.

Fótbolti

James Milner frá Liverpool til Brighton

James Milner, miðjumaður Liverpool, fer á frjálsri sölu til Brighton. Hann hefur verið hjá Liverpool í átta ár og er einungis 34 leikjum frá því að slá Gareth Barry við sem leikjahæsta leikmanni ensku Úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Fótbolti

Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu

Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar.

Fótbolti