Albert skoraði sigurmarkið eftir að De Gea varði tvær vítaspyrnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 20:47 David De Gea varði tvær vítaspyrnur gegn AC Milan. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira