Fótbolti

Þurfi að sýna grimmd gegn lítt þekktum and­stæðingi: „Á svo margt eftir að gerast“

Stemningin er góð í her­búðum karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta sem hefur veg­ferð sína í Evrópu í dag á heima­velli gegn Tre Penne frá San Marínó. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari liðsins, hefur þurft að nýta sér króka­leiðir til þess að afla sér upp­lýsingar um and­stæðinginn en segist hafa góða mynd af því sem er í vændum.

Fótbolti

Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“

Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það.

Fótbolti

Bayern með tilboð í Kane

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lagt fram tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, og eru með þennan mikla markaskorara ofarlega á forgangslista yfir þá leikmenn sem félagið vill helst klófesta í sumar.

Fótbolti

Hegerberg spurð út í skrópin hjá Haaland

Norðmenn eiga tvo af bestu framherjum heims, Ödu Hegerberg í kvennaflokki og Erling Braut Haaland í karlaflokki. Norska kvennalandsliðið hefur hins vegar gert miklu betri hluti en karlaliðið og það lítur út fyrir að það sé farið að pirra Haaland verulega.

Fótbolti

Neil Warnock stal senunni á Glastonbury

Neil Warnock, hinn 74 ára knattspyrnustjóri Huddersfield, stal senunni á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. Hann var að vísu ekki á meðal gesta en íhugar nú að mæta að ári.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - Þróttur 0-0 | Markalaust í Hafnarfirði

FH og Þróttur gerðu markalaust jafntefli á Kaplakrikavelli. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun þar sem FH hélt betur í boltann en Þróttur fékk hættulegri færi. Það gerðist lítið sem ekkert í síðari hálfleik en þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir fékk Shaina dauðafæri en Íris Dögg varði frábærlega frá henni. 

Fótbolti

Craig Brown látinn 82 ára að aldri

Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri.  Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM.

Fótbolti

Manchester United reyna aftur við Rabiot

Leit Manchester United að liðstyrk á miðjuna heldur áfram en liðið hefur gert Adrien Rabiot, leikmanni Juventus, tilboð. Samningur Rabiot er að renna út um mánaðarmótin og Juventus fá þá ekki evru fyrir hann.

Fótbolti

Weah aftur í Seríu A

Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar.

Fótbolti