Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í Real Sociedad sóttu Girona heim í spænsku úrvalsdeildinni í dag og sóttu þrjú góð stig.
Orri Steinn hefur verið á skotskónum undanfarið bæði með Real Sociedad og íslenska landsliðinu náði ekki að finna netmöskvana í dag. Hann brenndi af tveimur færum og var síðan tekinn af velli á 65. mínútu.
Eina mark leiksins skoraði Ander Barrenetxea rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Lokatölur 0-1 í Girona í dag en Real Sociedad er um miðja deild eftir tíu leiki, í ellefta sæti með tólf stig.