„Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2024 16:41 Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað sinn síðasta leik á ferlinum næstu helgi. vísir / anton brink „Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum. Gylfi lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals og FH. Hann fékk tækifæri til að skora sigurmarkið af vítapunktinum undir blálokin, en klikkaði. „Þetta var drullusvekkjandi, að fá á sig mark og klikka víti en kannski heilt yfir litið sanngjörn úrslit,“ sagði Gylfi eftir leik og viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann klúðraði síðast víti, svo langt væri liðið. Íhugar starfslok Þá færðist talið að næsta leik gegn ÍA, sem gæti orðið síðasti leikur Gylfa. Er það eitthvað sem þú ert að íhuga, að leggja skóna á hilluna? „Já, það gæti alveg verið. Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn.“ Er þetta eitthvað sem þú ert búinn að hugsa lengi? „Já alveg í smástund. Ég hef ekki pælt mikið í þessu, hvað ég mun gera eða langar að gera. Kannski breytist það yfir veturinn. En svona eins og er, þá er það alveg opið.“ Fjölskyldan skiptir mestu máli Gylfi eignaðist barn á dögunum og getur vel hugsað sér að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Auðvitað langar manni að eyða sem mestum tíma með krökkunum og fjölskyldunni, ég er í þannig stöðu að ég get eytt miklum tíma með þeim og það er það skemmtilegasta sem ég geri núna. Það breytist þegar maður eignast krakka, þá fellur fótboltinn niður töfluna. Þau skipta mig auðvitað mestu máli og ef ég skyldi hætta þá fæ ég meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Gylfi þungt hugsi að lokum. Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Gylfi lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals og FH. Hann fékk tækifæri til að skora sigurmarkið af vítapunktinum undir blálokin, en klikkaði. „Þetta var drullusvekkjandi, að fá á sig mark og klikka víti en kannski heilt yfir litið sanngjörn úrslit,“ sagði Gylfi eftir leik og viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann klúðraði síðast víti, svo langt væri liðið. Íhugar starfslok Þá færðist talið að næsta leik gegn ÍA, sem gæti orðið síðasti leikur Gylfa. Er það eitthvað sem þú ert að íhuga, að leggja skóna á hilluna? „Já, það gæti alveg verið. Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn.“ Er þetta eitthvað sem þú ert búinn að hugsa lengi? „Já alveg í smástund. Ég hef ekki pælt mikið í þessu, hvað ég mun gera eða langar að gera. Kannski breytist það yfir veturinn. En svona eins og er, þá er það alveg opið.“ Fjölskyldan skiptir mestu máli Gylfi eignaðist barn á dögunum og getur vel hugsað sér að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Auðvitað langar manni að eyða sem mestum tíma með krökkunum og fjölskyldunni, ég er í þannig stöðu að ég get eytt miklum tíma með þeim og það er það skemmtilegasta sem ég geri núna. Það breytist þegar maður eignast krakka, þá fellur fótboltinn niður töfluna. Þau skipta mig auðvitað mestu máli og ef ég skyldi hætta þá fæ ég meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Gylfi þungt hugsi að lokum.
Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira