Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 10:31 Blikarnir Viktor Karl Einarsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu um boltann við Stjörnumanninn Örvar Loga Örvarsson. Vísir/Viktor Freyr Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira