

Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu.
Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður.
Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans.
Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum.
Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin.
Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull tryggði sér sigur í Mónakó-kappaksturinn í formúlu eitt í dag eftir hraða keppni við Spánverjann Fernando Alonso hjá Ferrari og Englendinginn Jenson Button hjá McLaren.
Breytingar hafa verið gerðar á rásröð Formúlu 1 ökumanna fyrir Mónakó kappaksturinn í dag, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30.
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi.
Sauber Formúlu 1 liðið sendi frá sér fréttatilkynningu vegna óhapps Formúlu 1 ökumannsins Sergio Perez í tímatökunni í Mónakó í dag. Perez var fluttur á Princess Grace spítalann í Mónakó eftir að hann skall harkalega á varnarvegg í brautinni.
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Mónakó kappakstursbrautinni í dag. Tímatakan tafðist mikið vegna óhapps sem henti Sergio Perez hjá Sauber í lok tímatökunnar. Perez skall harkalega á varnarvegg og stöðvaðist tímatakan í langan tíma af þeim sökum á meðan hugað var að Perez.
Fernando Alonso á Ferrari var með besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða í Mónakó í dag, en tímatakan fer fram í hádeginu og hefst bein útsending frá henni á Stöð 2 Sport kl. 11.45.
Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu.
Fernando Alonso á Ferrari var 0.105 sekúndum fljótari en Lewis Hamilton á á McLaren seinni æfingu Formúlu 1 liða í Mónakó í dag. Þriðji varð Nico Rosberg á Mercedes, 0.198 úr sekúndu á eftir. Formúlu 1 mótið í Mónakó fer fram á sunnudaginn, en samkvæmt hefð í Mónakó fara fyrstu æfingar fram á fimmtudögum.
Sebastain Vettel á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn sem verður á sunnudaginn. Fyrsta og önnur æfing fer fram á fimmtudögum samkvæmt hefð i Mónakó, ekki á föstudögum eins og í öðrum mótum. Vettel var 0.113 sekúndum á undan Fernando Alonso á Ferrari æfingunni, en Nico Rosberg 'a Mercedes varð þriðji.
Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1.
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren.
Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær.
Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni.
Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu.
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji.
Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari.
Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.200 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji 0.980 á eftir Webber.
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Katalóníu brautinni á Spáni í morgun, en tímatakan fer fram í hádeginu og verður hún sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Mark Webber á Red Bull var 0.039 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á seinni æfingu Formúlu 1 keppnisliða á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji, 0.356 úr sekúndu á eftir, en Jenson Button varð fjórði á McLaren.
Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni í morgun. Hann var rúmlega sekúndu fljótari en liðsfélagi hans, Sebastiann Vettel. Webber vann mótið á Spáni í fyrra. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji á Mercedes og Fernando Alonso á á Ferrari fjórði, en hann er heimamaður. Landi Alonso, Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð átjándi.
Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1.
Ferrari liðið hefur framlengt samning sinn við Fernando Alonso til ársloka 2016, samkvæmt fréttatilkynningu frá Ferrari liðinu, en fyrri samningurinn var til 2012 samkvæmt frétt á autosport.com
Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappakstur
Formúlu 1 nýliðinn Paul di Resta hlakkar til mótsins á Spáni um helgina, sem fer fram á Katalóníu brautinni sem er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu héraðsins. Di Resta og Adrian Sutil aka með Force India á braut sem var notuð til æfinga í vetur og hefur verið notuð frá árinu 1991.