Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu 26. ágúst 2011 23:36 Sebastian Vettel er rólegur yfir stöðunni í Formúlu 1, þó hann hafi ekki unnið þrjú síðustu mót. AP mynd: Yves Logghe Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira