Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault 26. ágúst 2011 23:06 Nick Heidfeld telur sig eiga fullan rétt á því að aka fyrir Renault í Formúlu 1. LAT Photographic/Andrew Ferraro Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira