

Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á Barcelona brautinni í dag á næst síðasta degi æfinga fyrir fyrsta mót ársins, eftir tvær vikur. Rigndi eftir hádegi sem takmarkaði möguleika ökumanna.
Engin stóðst Ástralanm Mark Webber snúning á Formúlu 1 brautinni í Barcelona í dag. Hann ók hraðast allra Red Bull.
Formúlu 1 lið eru að leggja síðustu hönd á undirbúning sinn fyrir fyrsta mót ársins í Bahrain eftir hálfan mánuð. Þau keyra í Barcleona út þessa viku og mæta allir helstu ökumenn á svæðið með liðum sínum.
Nýja bandaríska keppnislið USF1 er í vanda stat tog FIA , alþjoðabílasambandið hefur ákveðið að senda fulltrúa sinn til að skoða hvað er í gangi hjá liðinu, sem mætir ekki á ráslínuna í fyrsta mót og vill fá frest fram í fjórða mót ársins.
Ferrari liðið gangrýnir FIA á heimasíðu sinni fyrir ævitýramennskuvarðandi fjölgun liða, nú þegar ljóst er að allavega tvö lið fá að keppa
Spánverjinn Fernando Alonso telur að margir mótherja hans hafi sýnt fullan styrk á æfingum á Spáni, á meðan hann tók ekki á öllu sem til var í Ferrari fáknum.
Nýliðarnir frá Bandaríkjunum USF1 er að reyna semja við FIA um að fá að sleppa fyrstu fjórum mótunum á mótaskrá Formúlu 1 í ár. Liðið er ekki komið nógu langt með keppnisbíl sinn og ýmis byrjunarörðugleikar hafa háð liðinu.
Heimsmeistarinn Jenson Button á McLaren náði besta tíma á æfingum á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann varð um 0.3 sekúndum fljótari en Robert Kubica á Renault, en franska liðið hefur verið býsna sterkt á æfingum.
Ástralinn Mark Webber var langfljótastur á æfingu á Jerez brautinni á Spániu í dag. Hann ekur eð Red Bill og var á undan Spjánverjanum Fernando Alonso hjá Ferrari.
Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello var fljótastur allra um Jerez brautina á Spáni í dag. Hann ekur á Williams Cosworth, en Rússinn Vitaly Petrov varð annar á Renault.
Nýja lið Lotus hóf æfingar með Fairuz Fauzy og Mike Gascoyne hönnuður liðsins er ánægður með afraksturinn eftir fyrsta sprettinn.
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er margra sem á möguleika á titili á þessu ári, ef marka má fyrstu kynni manna af keppnisbílum ársins.
Robert Kubica hjá Renault kveðst ánægður með hvernig æfingar hafa þróast hjá liðinu frá frumsýningu bílsins.
Michael Schumacher telur að fjögur lið séu með bestu bílanna í Formúlu 1 í dag, eftir æfignar síðustu vikna. Hann segir Ferrari, McLaren, Red Bull og Mercedes virðast líklegust til afreka, en þó sé erfitt að meta það til fulls að svo komnu máli.
Hið fornfræga Lotus merki var aftur kynnt til sögunnar á frumsýningu Formúlu 1 liðs frá Bretlandi, sem er staðsett í Norfolk í Bretlandi, en í eigu malasísk viðskiptajöfurs sem heitir Tony Hernandez.
Spænski ökumaðurinn Jamie Alguersuari á Torro Rosso var fljótastur allra á Jerez brautinni í dag, þar sem væta gerði vart við sig annað slagið. Alguersuari er aðeins 19 ára gamall og með nýjan samning við liðið sem hann byrjaði með í fyrra
Ástralinn Mark Webber telur að nýi Red Bull bíllinn sé líklegur sigurvegari í Formúlu 1 mótum ársins, en hann keyrði bílinn eftir frumsýningu hans í vikunni og fór 99 hringi um Jerez brautina. Hann var þó aðeins með níunda besta tíma.
Pólverjinn Robert Kubica kveðst ánægður með veru sína hjá Renault, en hann gekk liðs við fyrirtækið frá BMW. Nýi bíll liðsins hefur komið vel út á æfingum.
Japaninn Kamui Kobayashi sýndi hvers hann er megnugur í dag þegar hann náði besta tíma á Sauber á æfingum á Jerez brautinni á Spáni. Hann varð aðein s0.076 sekúndum á undan Sebastian Buemi á Torro Rosso.
Þjóðverjinn Nico Rosberg reyndist allra fljótastur á æfingum á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann ekur með Mercedes og var 0.1 sekúndum á undan Sebastian Buemi.
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er með markmið sín á hreinu og stefnir á meistaratitilinn í Formúlu 1 á árinu með Red Bull, en liðið frumsýndi bíl sinn í morgun.
Adrian Newey þykir snillingur í hönnun og nýi Red Bull hans var frumsýndur á Jerez brautinni á Spáni í dag. Red Bull bíllinn var mjög öflugur á seinni hluta liðins tímabils í Formúlu 1 og ökumenn liðsins hafa miklar væntingar til nýja tækisins að venju.
Adrian Sutil hefur verið hjá Force India síðustu ár og er bjartsýnn á komandi tímabil.
Indverska Force India liðið sem er staðsett við Silverstone í Bretlandi frumsýndi 2010 ökutæki sitt í dag. Mark Smith hönnunarstjóri segir tækið framfaraskref frá fyrra ári.
Nobert Haug hjá Mercedes segir að það sé engin sérstök pressa á liðinu, þó Michael Schumacher sé ökumaður þess.
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra.
Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga.
Spánverjinn Fernando Alonso stóð sig besta allra á æfingum með Ferrari í dag og var fljótari en landi hans Pedro de la Rosa sem kemur enn á óvart á BMW Sauber.
Auðkýfingurinn Richard Branson er bakhjarl Virgin Formúlu 1 liðsins sem var kynnt á vefsíðu liðsins í morgun. Ökumenn liðsins eru Timo Glock sem áður var hjá Toyota og Lucas di Grassi sem er nýliði en var um tíma þróunarökumaður Renault.
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren segir að mikill munur sé á milli 2009 og 2010 bílsins, sem hann ók í gær.